top of page
HNÍ

Ársþing 2019

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram fimmtudaginn 30. maí 2019 í húsakynnum ÍSÍ að Engateigi í Reykjavík. Engar breytingar lágu fyrir fund í regluverki HNÍ. Ný stjórn var kjörin og var Ásdís Rósa Gunnarsdóttir endurkjörin formaður sambandsins. Með henni voru endurkjörin í stjórn Árni Stefán Ásgeirsson (varafomaður) og Áslaug Rós Guðmundsdóttir (ritari). Nýr gjaldkeri var kjörin Birna Árnadóttir og þar með hætti Jónas Heiðar Birgisson sem stjórnarmaður og gjaldkeri HNÍ frá upphafi. Stjórn HNÍ þakkar honum góð störf og gott samstarf undanfarin ár. Meðstjórnendur voru kosin Sólveig Harpa Helgadóttir, Rúnar Svavarsson og Steinunn Inga Sigurðardóttir. Varamenn voru kosin Ingólfur Þór Tómasson, Máni Borgarsson og Sigríður Birna Bjarnadóttir.

Engar breytingar voru gerðar á gjaldskrá HNÍ. Ársreikningur og fjárhagsáætlun var samþykkt.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ. Kolbrún Hrund ávarpaði þingið og bar þingfulltrúum kveðjur frá stjórn og starfsfólki ÍSÍ ásamt því að minna á helstu verkefni sem framundan eru hjá ÍSÍ.

Comentarios


bottom of page