top of page
  • HNÍ

Ársþing 2020

Ásþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram laugardaginn 3. október 2020 í húsakynnum ÍSÍ að Engateigi í Reykjavík. Breytingar lágu fyrir fund í lögum HNÍ er snéru að fjölda manns í stjórn og voru þær samþykktar. Einnig var samþykkt uppfærð Afreksstefna HNÍ til næstu tveggja ára. Engar breytingar voru gerðar á gjaldskrá HNÍ. Ársreikningur og fjárhagsáætlun var samþykkt.

Ný stjórn var kjörin og var Almar Ögmundsson kjörinn nýr formaður sambandsins. Með honum voru endurkjörnar í stjórn Birna Árnadóttir og Steinunn Inga Sigurðardóttir. Nýir stjórnarmenn voru kjörnir Baldur Hrafn Vilmundarson og Jafet Örn Þorsteinsson. Þar með hætta í stjórn Árni Stefán Ásgeirsson varaformaður og Rúnar Svavarsson meðstjórnandi. Stjórn HNÍ þakkar þeim góð störf og gott samstarf undanfarin ár. Varamenn voru kosnar Ásdís Rósa Gunnarsdóttir og Áslaug Rós Guðmundsdóttir. Þær þar með færa sig úr störfum formanns og ritara og er þeim þakkað þeirra góðu störf fyrir sambandið.Comentários


bottom of page