top of page
  • HNÍ

Fréttatilkynning HNÍ // 18.04.2023

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram þriðjudaginn 4 apríl í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi 6 í Reykjavík. Samþykktar voru breytingar á reglugrein 2.2 og einnig breytingar á nýrri gjaldskrá HNÍ sem hefur verið birt á heimasíðu okkar www.hni.is. Ársreikningur og fjárhagsáætlun var samþykkt.


Breytingu á reglugrein 2.2 er eftirfarandi:


Áður:

Þátttökubók sem er í boði fyrir keppendur, er þátttökubók frá AIBA. AIBA þátttökubók geta allir þeir iðkendur fengið sem eru skráðir í félagakerfi ÍSÍ og hafa æft hjá félagi innan vébanda HNÍ í a.m.k. 6 mánuði ásamt því að vera á fimmtánda (15) ári, með a.m.k. þriggja (3) ára samfellda búsetu á Íslandi og uppfylla öll þau skilyrði sem AIBA setur hverju sinni um gjaldgengi á þeirra mótum.


Breyting (ný reglugrein):

Þátttökubók sem er í boði fyrir keppendur, er þátttökubók frá IBA. IBA þátttökubók geta allir þeir iðkendur fengið sem eru skráðir iðkendur og hafa æft hjá félagi innan vébanda HNÍ í a.m.k. 6 mánuði ásamt því að vera á tólfta (12) ári og uppfylla öll þau skilyrði sem IBA setur hverju sinni um gjaldgengi á þeirra mótum.


Ný stjórn var kjörin og er hún eftirfarandi:


Formaður: Jón Lúðvíksson

Varaformaður: Kjartan Valur Guðmundsson

Gjaldkeri: Þórarinn Hjartarson

Ritari: Sævar Ingi Rúnarsson

Meðstjórnandi: Arnór Már Grímsson



Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar var ákveðið að varsla keppnisbóka verði nú á ábyrgð iðkenda og félaga og þarf því að sækja bækur á skrifstofu HNÍ, (milli 16-18 á fimmtudögum) . Árlega þarf að endurnýja keppnisbækur með læknisskoðun og endurnýjun frá HNÍ sem er 4000 kr samkvæmt gjaldskrá. Ef bækur eru ekki í gildi verður þátttaka á mótum ekki samþykkt, því er ábyrgð að fylgjast með gildistíma bóka, nú á herðum iðkenda.



Með kveðju,

Stjórn og framkvæmdastjóri HNÍ.


Comments

Couldn’t Load Comments
It looks like there was a technical problem. Try reconnecting or refreshing the page.
bottom of page