top of page
HNÍ

Ársþing HNÍ 2024

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram sunnudaginn 2.maí í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi 6 í Reykjavík. Engar breytingar voru á lögum HNÍ en samþykktar voru breytingar á nýrri gjaldskrá HNÍ sem hefur verið birt á heimasíðunni okkar. Ársreikningur og fjárhagsáætlun var samþykkt. 

Stjórnin var endurkjörin og engin breyting var þar á og er hún því eftirfarandi:


Formaður: Jón Lúðvíksson

Stjórnarmeðlimir: Arnór Már Grímsson, Kjartan Valur Guðmundsson, Sævar Ingi Rúnarsson og Þórarinn Hjartarson.


Stjórn HNÍ heiðraði þá Sigurjón Gunnsteinsson, Ólaf Guðlaugsson og Unnar Karl Halldórsson fyrir óeigingjörn og góð störf í þágu hnefaleika í gegnum árin.



Með kveðju,

Stjórn og framkvæmdastjóri HNÍ.



Comments


bottom of page