top of page

Íslenska landsliðið sótti þrenn gullverðlaun á ungmennamóti í Finnlandi

  • HNÍ
  • May 14
  • 2 min read

Íslenska landsliðið í hnefaleikum tók þátt í Pirkka Tournament í Tampere í Finnlandi helgina 10.–12. maí. Mótið er eitt stærsta ungmennamót Norðurlanda og tóku um 200 keppendur frá 10 löndum þátt. Ísland sendi sjö unga og efnilega keppendur til leiks – og stóðu þeir sig allir með miklum sóma.

Liðið skipuðu:

  • Tristan Styff Sigurðarson (-51 kg U15)

  • Hilmar Þorvarðarson (-46 kg U17)

  • Kormákur Steinn Jónsson (-66 kg U17)

  • Ronald Bjarki Mánason (-50 kg U19)

  • Björn Jónatan Björnsson (-65 kg U19)

  • Sölvi Steinn Hafþórsson (-70 kg U19)

  • Alejandro Cordova (-75 kg U19)


Þrjú gullverðlaun – mikilvæg reynsla og sterk andstaða

Kormákur Steinn Jónsson hóf mótið með sannfærandi sigri gegn Oksala frá Finnlandi og tryggði sér gullið með frábærri frammistöðu gegn Norðmanninum Ilker Ekrem í úrslitum.


Ronald Bjarki Mánason fór beint í úrslit þar sem hann sigraði finnskan andstæðing sinn, Chowin Ea, af öryggi.


Hilmar Þorvarðarson stóð sig einnig frábærlega í úrslitaviðureign sinni gegn Aku Ahola frá Finnlandi og hlaut gullverðlaun með einróma dómaraákvörðun eftir skemmtilegan og tæknilegan bardaga.


Silfur og brons – sterk mótstaða og jákvæð frammistaða

Alejandro Cordova keppti í úrslitum gegn hinum hávaxna Liz Zharku frá Finnlandi. Í jöfnum og tæknilegum bardaga laut Alejandro lægra haldi og hlaut silfurverðlaun.


Björn Jónatan Björnsson mætti einum sterkasta keppanda mótsins, Jan Januszewski frá Póllandi, þreföldum pólskum meistara og Evrópufara. Þrátt fyrir góða frammistöðu varð Björn að sætta sig við bronsið.


Tristan Styff stóð í harðri viðureign við Milo Ristola frá Finnlandi sem síðar var valinn besti keppandi U15 flokksins. Tristan tapaði eftir jafna viðureign og fékk verðskuldað brons.


Sölvi Steinn Hafþórsson glímdi við Oliver Ikonen frá Finnlandi. Eftir jafnan bardaga féll dómaraákvörðunin hinum megin og Sölvi hlaut bronsverðlaun.



Þjálfarar liðsins voru:

  • Davíð Rúnar Bjarnason

  • Kjartan Valur Guðmundsson

  • Benedikt Gylfi Eiríksson


Hnefaleikasamband Íslands óskar liðinu til hamingju með árangurinn – þetta er skref í rétta átt fyrir áframhaldandi uppbyggingu íþróttarinnar hér á landi.



 
 
 

Comments


Hnefaleikasamband Íslands

Engjavegur 6, 104 Reykjavík 

Iceland

KT. 640806-0950 

hni@hni.is 

  • YouTube
  • Instagram
  • Facebook
bottom of page