Í kvöld fór fram ein fyrri undanviðureign á Íslandsmeistaramóti í ólympískum hnefaleikum. Keppt var í einum þyngdaflokki, -75 kg. karla. Viðureignin var á milli Bjarna Ottósonar úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og Jóhanni Friðrik úr Hnefaleikafélaginu Æsir.
Bjarni Ottóson sem var í rauðu horni horni bar sigur úr bítum með einróma ákvörðun dómara eftir góða viðureign.
Bjarni er því kominn áfram í undanúrslit sem verða haldin laugardaginn 25 febrúar nk.í húsakynnum Mjölnis, Mjölniskastalanum við Flugvallaveg 3-3a, Reykjavík (Gamla Keiluhöllin) Eftirfarandi viðureignir munu fara fram.
Flokkur: Viðureignir:
-64 kg. karla Þórður Bjarkar úr Hnefaleikafélagi Kópavogs/
Fannari Þór úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur
-64 kg. karla Pawel Vscilowski úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur/
Bárður Lárusson úr Hnefaleikafélagi Kópavogs
-69 kg. karla Ásgrímur Egilsson úr Hnefaleikafélagi Kópavogs/
Þorsteinn Snær úr Hnefaleikafélagi Reykjaness
-75 kg. karla Arnór Már úr Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar/
Elmar Freyr úr Hnefaleikafélagi Akureyrar
-75 kg. karla Jafet Örn úr Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar/
Bjarni Ottóson úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur
-81 kg. karla Þorsteinn Helgi úr Hnefaleikafélagi Æsir/
Tómas E. Ólafssyni úr Hnefaleikafélagi Æsir
-91 kg. karla Kristján Kristjánsson úr Hnefaleikafélagi Kópavogs/
Hrólfur Ólafsson úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur
-91 kg. karla Rúnar Svavarsson úr Hnefaleikafélagi Kópavogs/
Stefán Hannesson úr Hnefaleikafélagi Æsir
Úrslit viðureigna ráða uppröðun viðureigna á úslitakeppni sunnudaginn 26. febrúar kl 15:00 í húsakynnum Mjölnis, Mjölniskastalinn, flugvallarvegi 3-3a, Reykjavík (gamla Keiluhöllin).
Ljósmynd: Gunnar Jónatansson
