top of page
HNÍ

Stjórn HNÍ endurkjörin


Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram sunnudaginn 21. maí í húsakynnum ÍSÍ að Engjateigi í Reykjavík en þingið fer fram á hverju ári. Fyrir þinginu lágu þó nokkrar breytingar á regluverki HNÍ, m.a. vegna breytinga hjá AIBA, reglum alþjóðahnefaleikasambandsins. Ný stjórn var kjörin og var Ásdís Rósa Gunnarsdóttir endurkjörin formaður sambandsins. Með henni voru endurkjörin í stjórn Árni Stefán Ásgeirsson (varaformaður), Jónas Heiðar Birgisson (gjaldkeri), Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir (ritari) og Áslaug Rós Guðmundsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir og Sólveig Harpa Helgadóttir meðstjórnendur. Endurkjörnir varamenn voru Oliver Máni Oliversson og Máni Borgarsson. Nýr varamaður var Sigríður Birna Bjarnadóttir. Á þinginu var meðal annars samþykkt breyting á gjaldskrá HNÍ og regluverk diplomahnefaleika staðfest og innlimað í regluverk HNÍ. Hnefaleikafélag Akureyrar varð fullgilt aðildarfélag innan HNÍ frá og með ársþinginu. Fulltrúi ÍSÍ var Gunnar Bragason gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ og hélt hann stutta tölu á þinginu.

bottom of page