top of page
HNÍ

Úrslit ÍM 2018


Íslandsmeistaramót Hnefaleikasambandsins fór fram um helgina í húsakynnum Hnefaleikafélags Reykjaness. Þar öttu kappi keppendur í 7 þyngdarflokkum, elite karla og kvenna ásamt ungmennum. Undanviðureignir á laugardeginum voru 3, ein í -64kg flokki karla og tvær í -75kg flokki karla.

Úrslit voru eftirfarandi:

-64kg flokkur karla

Alexander Punchkov (HR) - Fannar Ragnarsson (HR)

Alexander sigrar á klofinni dómaraákvörðun (2-1) og fór því í úrslit.

-75kg flokkur karla

Bjarni Ottósson (HR) - Jóhann Fr. Karlsson (ÆSIR)

Bjarni sigrar með einróma ákvörðun dómara (3-0) og fór því í úrslit. Jóhann leikur um bronsið.

Kristinn Godfrey Guðnason (ÆSIR) - Björn Snævar Björnsson (HFR)

Björn sigrar með einróma ákvörðun dómara (3-0) og fór því í úrslit. Kristinn leikur um bronsið.

Á sunnudeginum fóru fram 7 viðureignir, bæði úrslit og bronsviðureignir.

Úrslitin voru eftirfarandi: -64 kg flokkur ungmenna Emin Kadri Eminsson (HFK) - Máni Meyer (ÆSIR)

Emin sigar með tæknilegu rothöggi í byrjun þriðju lotu, er þetta annar Íslandsmeistara titill Emins, en fyrsti í flokki ungmenna. -64 kg flokkur karla Þórður Bjarkar (HFK) - Alexander Puchkov (HR)

Þórður Bjarkar sigrar með einróma ákvörðun dómara (5-0) og er því Íslandsmeistari í -64 kg annað árið í röð. -69 kg flokkur karla Ásgrímur Egilsson (HFK) - Daníel Alot (HR)

Ásgrímur sigrar með klofinni dómara ákvörðun (4-1) og er því Íslandsmeistari í -69 kg annað árið í röð. -75 kg flokkur karla Björn Snævar Björnsson (HFR) - Bjarni Ottóson (HR)

Björn Snævar sigrar með klofinni dómara ákvörðun (4-1) og er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill Björns síðan 2009. -75 kg flokkur kvenna Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (HR) - Kristín Sif Björgvinsdóttir (HR) Ingibjörg sigrar með klofinni dómara ákvörðun (4-1). Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill Ingibjargar, sá fyrsti í -75 kg flokki. -81 kg flokkur karla Tómas Einar Ólafsson (HFK) - Magnús Marcin (HFR)

Tómas sigrar með klofinni dómara ákvörðun (4-1) og er því Íslandsmeistari í -81 kg annað árið í röð. -91 kg flokkur karla Kristján Kristjánsson (HFK) - Elmar Gauti Halldórsson (HR) Kristján sigrar með einróma ákvörðun dómara (5-0) og er því Íslandsmeistari í -91 kg þriðja árið í röð. Emin Kadri Eminsson var valinn boxari kvöldsins, og fékk því afhentan Bensa bikarinn til vörslu fram að næsta Íslandsmeistaramóti. Einnig var viðureign Emins og Mána valinn sú tæknilegasta.

Myndir er að finna hér á síðunni undir myndir og video er að finna á youtube rás HNÍ.

bottom of page