top of page
  • HNÍ

Emin með gull á Boxam


Emin Kadri Eminsson sigraði spánverjann Jose Ramon Jimenez í -63kg flokki unglinga á Boxam, alþjóðlegu AIBA hnefaleikamóti, sem haldið var í Murcia á Spáni síðastliðna viku. Emin er staddur þar með tveimur öðrum íslenskum keppendum, Þórði Bjarkar og Kristjáni Inga Kristjánssyni og þjálfurum. Sigurinn landaði honum gullinu sem er það lengsta sem Íslendingur hefur náð á því móti.

Mótið er mjög sterkt og voru í ár meðal annars landslið frá Rússlandi, Írlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Danmörku, Kína, Ungverjalandi, Belgíu ásamt heimaliðinu frá Spáni.

Afrek Emins komst í fréttirnar hjá evrópuhnefaleikasambandinu, EUBC. Hlekk á fréttina er að finna hér.

bottom of page