• HNÍ

Ársþing 2018


Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram fimmtudaginn 30. maí 2018 í húsakynnum ÍSÍ að Engateigi í Reykjavík. Engar breytingar lágu fyrir fund í regluverki HNÍ. Ný stjórn var kjörin og var Ásdís Rósa Gunnarsdóttir endurkjörin formaður sambandsins. Með henni voru endurkjörin í stjórn Árni Stefán Ásgeirsson (varafomaður) Jónas Heiðar Birgisson (gjaldkeri) og Áslaug Rós Guðmundsdóttir (ritari). Meðstjórnendur voru kosnir Sólveig Harpa Helgadóttir, Rúnar Svavarsson og Sigríður Birna Bjarnadóttir. Varamenn voru kosin Birna Árnadóttir, Ingólfur Þór Tómasson og Máni Borgarsson.

Engar breytingar voru gerðar á gjaldskrá HNÍ. Ársreikningur og fjárhagsáætlun var samþykkt.

Árni Stefán Ásgeirsson kynnti afreksstefnu HNÍ 2018-2020 en sú vinna er nú á fyrstu stigum. Var sú afreksstefnan sem stjórn lagði fyrir samþykkt með breytingartillögum frá ÍSÍ fyrir utan nokkur atriði sem stjórn var falið að vinna frekar að áður en afreksstefnu yrði skilað inn.

Afreksstefnuna má lesa hér.


Recent Posts

See All

Ársþing 2019

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram fimmtudaginn 30. maí 2019 í húsakynnum ÍSÍ að Engateigi í Reykjavík. Engar breytingar lágu fyrir fund í regluverki HNÍ. Ný stjórn var kjörin og var Ásdís Ró

Úrslit Íslandsmeistaramóts í hnefaleikum 2019

Íslandmeistaramót í Hnefaleikum 2019 var haldið í nýjum húsakynnum Hnefaleikafélags Reykjaness nú fyrr í kvöld. Ein undanviðureign var á mótinu og var hún haldin kl.11 eftir að dregið hafði verið í fl

 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands

Icelandic Boxing Federation

Engjavegur 6  |  104 Reykjavík  |  Iceland

KT. 640806-0950  |  hni@hni.is

  • Facebook Social Icon
  • YouTube Social  Icon
  • Instagram Social Icon