Emin Kadri Eminsson
Emin er 16 ára og hefur æft hnefaleika síðan hann var barn. Emin hefur verið að gera það gríðarlega gott í hnefaleikum erlendis og innanlands. Emin hefur sýnt það á árinu að hann sé einn efnilegasti og virkasti hnefaleikamaður landsins. Emin byrjaði árið á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokk og var valinn besti hnefaleikamaður Íslandsmeistaramótsins 2018. Í maí tók Emin þátt fyrir hönd Íslands á Boxam á Spáni sem er gríðarlega sterkt alþjóðamót þar sem 12 þjóðir tóku þátt og tryggði Emin Íslandi gullverðlaun þegar hann sigraði Spán í úrslitum og er því fyrsti Íslendingurinn sem sigrar alþjóðamót í hnefaleikum. Í september 2018 tók Emin Kadri þátt á Olaine Cup í Lettlandi sem er einnig alþjóðlegt mót þar keppti hann á móti Írlandi í undanúrslitum og sigraði Lettlands unglingameistarann í úrslitum. Emin sigraði Englending frá Romford BC á hnefaleikamóti HFK í nóvember og tveimur vikum síðar tók hann þátt á gríðarlega sterku alþjóðamóti Riga Open í Lettlandi. Emin sigraði Lettland í fyrsta bardaga enn tapaði móti Litháen í undanúrslitum. Það má segja með sönnu að Emin Kadri Eminsson sé einn efnilegasti hnefaleikamaður Íslands og sýnir staðfesta hans og ákveðni í að ná langt í íþróttinni í metnaði á æfingum og keppnum.
Kristín Sif Björgvinsdóttir
Kristín Sif er 35 ára og hefur æft hnefaleika undanfarin 3 ár.
Þrautseigju Kristínar þarf vart að nefna en hún er fyrirmyndaríþróttakona jafnt innan sem utan hringsins. Kristín hefur náð aðdáunarverðum árangri síðastliðið ár. Hún varð fyrsta íslenska konan til þess að sigra leik á Norðurlandamóti í hnefaleikum þar sem hún hneppti silfurverðlaun. Á Íslandi tókst Kristínu að sigra Margréti Sigrúnu Svavarsdóttur Íslandsmeistara, en þetta var í fyrsta skipti sem Íslendingur leggur Margréti af velli í hnefaleikaviðureign. Þegar Hnefaleikafélag Reykjavíkur tók á móti hinum grænlenska boxklúbb Nanoq þurfti Kristín að hafa sig alla við til þess að komast í þá vigt sem andstæðingurinn fór fram á. Hún hafði ætlað sér að keppa í 75kg flokki en þegar henni bárust þær fréttir að andstæðingurinn væri 70kg greip hún til sinna ráða og tókst að skera niður í 70kg fyrir bardagann þar sem hún sigraði með ótvíræðum brag gegn Ikitannguaq. Kristín hefur verið á lista á öllum mótum í ár en sökum skorts á andstæðingum hafa viðureignir verið færri en Kristín hefði kosið.