top of page
  • HNÍ

Annað bikarmót í bikarmótaröð HNÍ



Síðasta laugardag var annað bikarmót í bikarmótaröð Hnefaleikasambands Íslands. Fram kom mikið af stórglæsilegu hnefaleikafólki sem öll stóðu sig gríðarlega vel. Viðureignirnar voru mjög spennandi og þónokkrar ansi jafnar. Mótinu var streymt í gegnum Youtube rás Hnefaleikasambands Íslands þar sem hægt er að horfa á viðureignirnar aftur. En hér fyrir neðan eru niðurstöður allra viðureigna:


  1. Erika Nótt (HR) vs Hildur Kristín (HR) í -54kg flokki kvenna. Hildur Kristín sigraði að dómara ákvörðun.

  2. Nóel Freyr (HR) vs. Tefik Aziri (HFK) í -54kg flokki karla. Tefik Aziri tók sigur að dómara ákvörðun.

  3. Ísak Guðnason (HFK) vs. Mikael Hrafn (HR) í -67kg flokki karla. Mikael Hrafn tók sigur að klofni dómara ákvörðun.

  4. Hákon Garðarsson (HR) vs. Jón Marteinn (ÆSIR) í -75kg flokki karla. Hákon Garðarsson sigraði að dómara ákvörðun

  5. Tinna Von (HFK) vs. Zoe Bod (HR) í -64kg flokki kvenna. Zoe Bod tók sigur eftir tæknilegt rothögg í annarri lotu.

  6. Róbert Merlín (HR) vs. Bjarki Smári (HFK) í -75kg flokki karla. Bjarki Smári tók sigur að dómara ákvörðun.

  7. Aleksandr Baranos (ÆSIR) vs. Steinar Thors (HR) í -80kg flokki karla. Steinar Thors sigraði að dómara ákvörðun.

  8. Elmar Freyr (ÞÓR) vs. Magnús Kolbjörn (HFK) í +91kg flokki karla. Elmar Freyr tók sigur að dómara ákvörðun.

留言


bottom of page