Annað bikarmót í bikarmótaröð Hnefaleikasamband Íslands fór fram í húsakynnum Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar á laugardaginn. Upphaflega áttu að vera 21 viðureign að eiga sér stað en Covid setti strik í reikninginn og endaði mótið í 9 viðureignum þennan laugardag. Keppt var í einum þyngdarflokki kvenna og sex þyngdarflokkum karla. Mótinu var streymt af Uppkast.is , eins og öllum öðrum mótum Hnefaleikasamband Íslands.
Fyrsta viðureign: í -54kg (fjaðurþyngd) U17 kvenna flokki mættust Hildur Kristín Loftsdóttir og Erika Nótt Einarsdóttir báðar frá Hnefaleikafélag Reykjavíkur. Viðureignin var mjög jöfn og flott, báðar sýndu glæsilega tækni en að endanum fór sigur til Hildar Kristínar á klofni dómara ákvörðun.
Önnur viðureign: Í -63,5kg (létt veltivigt) U19 karla flokki mættust Ibrahim Kolbeinn (Hnefaleikafélag Æsir) og Hafþór Magnússon (Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar). Hafþór sigraði viðureigina á einróma dómaraákvörðun.
Þriðja viðureign: Í -71kg (létt millivigt) U19 karla flokki mættust Óliver Örn Davíðsson (Hnefaleikafélag Reykjavíkur) og Ísak Guðnason (Hnefaleikafélag Kópavogs). Báðir hnefaleikamenn gríðarlega efnilegir og sýndu í hverju sér býr í jafnri og spennandi viðureign. Að lokum tók Ísak sigurinn á einróma dómarákvörðun.
Fjórða viðureign: Í -71kg (létt millivigt) fullorðins flokki karla mættust Ásgrímur Egilsson (Hnefaleikafélagið Kópavogs) og Daniel Alot (Hnefaleikafélag Reykjavíkur). Eftir jafna og flotta viðureign tók Ásgrímur sigurinn á klofni dómaraákvörðun.
Fimmta viðureign: Í -71kg (létt millivigt) fullorðins flokki karla mættust Emin Kadri Eminsson (Hnefaleikafélag Kópavogs) og Hilmir Þór Ólafsson (Hnefaleikafélag Reykjavíkur). Alli dómarar voru sammála um sigur til Emins Kadri.
Sjötta viðureign: Í -75kg (milivigt) fullorðins flokki karla mættust svo Jón Marteinn Gunnlaugsson (Hnefaleikafélag Æsir) og Kristaps Vinter (Hnefaleikafélag Haförn). Að lokinni flottri viðureign voru allir þrír dómara sammála um að sigurinn færi til Jón Marteins (einróma ákvörðun)
Sjöunda viðureign. Í -75kg (milivigt) fullorðins flokki karla mættust svo Hákon Garðarsson (Hnefaleikafélag Reykjavíkur) og Arthurs Polovcevs (Hnefaleikafélag Æsir). Eftir harða og flotta viðureign sigraði Hákon á einróma dómaraákvörðun.
Áttunda viðureign: Í -86kg (milliþungavigt) fullorðins flokki karla mættust svo Haraldur Hjalti (Hnefaleikafélag Reykjaness) og Daniel Brynjar (Hnefaleikafélag Æsir). Daniel Brynjar sigraði viðureignina á einróma dómaraákvörðun.
Níunda viðureign: Í +92kg (ofur “super” þungavigt) fullorðins flokki karla og síðustu viðureign dagsins mættust Elmar Freyr Aðalheiðarsson (Hnefaleikadeild Þórs) og Magnús Kolbjörn Eiríksson (Hnefaleikafélag Kópavogs). Báðir aðilar sýndu glæsilega takta og var viðureignin mjög flott. Að lokum sigraði Elmar Freyr Aðalheiðarsson á einróma dómaraákvörðun.
Comments