Síðastliðinn laugardag var annað mót í vor bikarmótaröð HNÍ. Mótið var haldið í húsakynnum Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar. Mikið var af áhorfendum og frábær stemning enda voru 10 gríðarlega spennandi viðureignir. Hér fyrir neðan má svo lesa niðurstöður viðureignanna:
Mikael Hrafn (HR) vs. Ísak Guðnason (HFK) kepptu í -67kg flokki Youth karla. Mikael sigraði 3-0.
Benedikt Gylfi (HFH) vs. Davíð Ísak Filipovic (HFH) kepptu í -81kg flokki Youth karla. Benedikt sigraði 3-0.
Hákon Örn (GFR) vs. Alexander Irving Jr. (GFR) kepptu í -67kg flokki Elite karla. Alexander sigraði 3-0.
Börkur Kristinsson (GFR) vs. Zalmai Jasur (HFK) kepptu í -67kg flokki Elite karla. Zalmai sigraði í fyrstu lotu þar sem að hringdómari stöðvaði viðureignina.
Hafþór Magnússon (HFH) vs. Hilmir Örn Ólafsson (HR) kepptu í -67kg flokki Elite karla. Hafþór Magnússon sigraði 2-1.
Sóley Sara David (Bogatýr) vs. Íris Daðadóttir (HR) kepptu í -70kg flokki Elite kvenna. Íris sigraði 3-0.
Teitur Þór Ólafsson (HR) vs. Sveinn Sigurbjarnarson (ÞÓR) kepptu í -75kg flokki Elite karla. Teitur sigraði 3-0.
Ágúst Davíðsson (ÞÓR) vs. Viktor Bode (HFH) kepptu í +92kg flokki Elite karla. Viktor sigraði 3-0.
Elmar Freyr (ÞÓR) vs. Magnús Kolbjörn (HFK) kepptu í +92kg flokki Elite karla. Elmar Freyr sigraði 3-0.
Rúnar Svavarsson (HFK) vs. Kaloyan Dimitrow (GFR) kepptu í +92kg flokki Elite karla. Rúnar sigraði 3-0.
Comments