top of page
  • HNÍ

Bikarmót HNÍ

Síðastliðinn laugardag var haldið 5. mótið í Bikarmótaröðinni í húsakynnum Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar. Flott mót í alla staði og spennandi viðureignir sem voru 6 talsins.


1. Sindri Freyr Hjaltason (HFH) hafði 3-0 sigur gegn Samúeli Þóri Sölvasyni (HFH) í fyrstu viðureign í -86kg Elite karla.


2. Arthurs Reiniks hafði 3-0 sigur gegn Birni Vestmar Bjarnasyni í -69kg Elite karla í annarri viðureign mótsins.


3. Í þriðju viðureign hafði Gabriel marino Robertsson (Haförn) 3-0 sigur gegn Viktori Bode Thorbensen (HFH) í +91kg Elite karla.


4. Fjórða viðureignin í flokki -71kg U17 karla féll Alejandro Cordova (HFH) í vil í mjög jöfnum bardaga gegn Katli Inga Guðmundssyni (HAK), 2-1.


5. Næst síðasta viðureignin var í flokki +91kg Elite karla og þar vann Elmar Freyr (ÞÓR) 3-0 sigur á Magnúsi Kolbirni (HFK).


6. Lokaviðureign mótsins var svo á milli Hafþórs Magnússonar (HFH) og Sveins Sigurbjarnasonar (ÞÓR) í flokki -75kg U19 karla og vann Hafþór 3-0 sigur á Sveini.

Comments


bottom of page