Bikarmótaröð HNÍ fer af stað laugardaginn næstkomandi, 25. janúar. Þetta er í sjöunda skiptið sem mótaröðin er haldin og var slegið met í skráningu þátttakenda í þetta skiptið. Alls voru 50 manns skráðir til leiks og fengu allflestir viðureign á mótinu. Eins og venjan samanstendur mótaröðin af þremur keppnisdögum yfir sex vikna tímabil.
25. janúar í húsakynnum VBC í Kópavogi.
8. febrúar í húsakynnum HFH í Hafnarfirði.
22. febrúar í húsakynnum WCBA í World Class í Kringlunni.
Bikarmótaröðin er hugarfóstur Kolbeins Kristinssonar atvinnuboxara en hann er í hlutverki mótstjóra að þessu sinni og sér um að para saman bardaga með tilliti til reynslu og getu þátttakenda.
Viðureignir fyrsta keppnisdags raðast upp með eftirfarandi hætti:
50kg (U15) – Tristan Styff (HFH) Vs. Hilmar Þorvaldsson (HR)
57kg (U15) – Alan Alex Szelag (HFK) Vs. Sigurbergur Einar Jóhannsson (HR)
60kg (U17)– Volodymyr Moskwychov (HAK) Vs. Björn Helgi Jóhannsson (HR)
66kg (U17)– Arnar Geir Kristbjörnsson (Þór) Vs. Arnar Jaki Smárason (HFK)
65kg (66kg U17) – Tomas Barsciavicius (HFH) Vs. Jökull Bragi Halldórsson (HR)
65kg (66kg U17) – Kormákur Steinn Jónsson (HFK) Vs. Almar Sindri Daníelsson Glad (HAK)
75kg – Jakub Biernat (Þór) Vs. Hlynur Þorri Helguson (HFK)
85kg (U17) - Adrian Pawlikowski (HFH) Vs. Viktor Örn Sigurðsson (HFK)
75kg – Steinar Bergsson (ÆSIR) Vs.Vitalii Korshak (Bogatýr)
75kg – Benedikt Gylfi Eiríksson (HFH) Vs. William Þór Ragnarsson (HR)
80kg – Dmytro Hrachow (ÆSIR) Vs. Demario Elijah Anderson (HFK)
90kg+ Deimantas Zelvys (HFH) Vs. Ágúst Davíðsson (Þór)
90kg+ Sigurjón Guðnason (Bogatýr)Vs. Magnús Kolbjörn Eiríksson (HFK)
Hnefaleikaárið hefst með fyrsta degi bikarmótaraðarinnar 25. janúar og má eiga von á glæsilegum bardögum þar sem reyndir keppendur mætast í bland við nýliða sem eru að taka sín fyrstu skref. Komandi kynslóð hnefaleikafólks er einstaklega hæfileikarík og spennandi og hvetjum við alla til að mæta á staðinn og skemmta sér vel á einstöku móti.
Comentarios