Síðasta laugardag hélt HNÍ dómaranámskeið með þeim Lars Brovil og Michael Jensen frá Danmörku. Góð mæting var á námskeiðið og þónokkuð margir nýjir. Námskeiðið var í rúmar fjórar klukkustundir þar sem var farið yfir allar helstur reglur og vinnubrögð sem fylgja dómarahlutverkinu. Eftir að hafa farið yfir allt það bóklega var svo farið á bikarmót HNÍ sem var haldið í Kópvogi þar sem nýjir dómarar fengu að æfa sig að dæma, ásamt því að fá endurgjöf frá þeim Lars og Michael. Mjög flott námskeið og okkur hlakkar til að sjá nýju dómarana við hringinn!
- HNÍ
Comments