top of page
  • HNÍ

Dómaranámskeið HNÍ

Laugardaginn 2. september hélt HNÍ dómaranámskeið í ólympískum hnefaleikum fyrir bæði nýja dómara sem langaði að byrja að dæma í hnefaleikum og eldri sem vildu endurnýja dómararéttindin sín.

Námskeiðið var í tveimur hlutum. Fyrri hluti námskeiðisins var bóklegur sem þeir Lars Brovil og Michael Jensen frá Danmörku stýrðu. Þar var farið yfir allar helstu reglur í ólympískum hnefaleikum.


Síðari hluti námskeiðisins var verklegur og fóru þátttakendur námskeiðsins á bikarmót HNÍ þar sem þeir fengu að sitja hjá reyndum dómurum og prófa að dæma ásamt því að fá endurgjöf frá þeim Lars og Michael.


Það var mjög góð þátttaka á námskeiðinu og viljum við óska nýjum dómurum hjartanlega velkomin.





Comments


bottom of page