top of page

Elmar Gauti á Dacal

HNÍ

Elmar tapaði naumlega í undanúrslitum á klofnum dómaraúrskurði á alþjóðamótinu Dacal á Spáni.


Elmar Gauti Halldórsson, landsliðsmaður í hnefaleikum, vann til bronsverðlauna á Dacal World Cup nú fyrir skömmu. Hann vann viðureign gegn Jaume Andreu Fiol Ayovi  í -75 kg flokki og fór því í undanúrslit.


Elmar keppti því næst gegn Frakklandsmeistaranum Chadi Baraia, feiknarsterkur andstæðingur með mikla reynslu. Eftir hæga fyrstu lotu náði Elmar að sækja vel en að endingu endaði viðureignin með sigri Frakkans á klofnum dómaraúrskurði.


Elmar fór að loknu móti beint í að undirbúa næsta mót en næstu helgi mun hann keppa ásamt fjölmörgum Íslendingum í Hillerød.


Áfram Ísland!​



Commenti


Hnefaleikasamband Íslands

Engjavegur 6, 104 Reykjavík 

Iceland

KT. 640806-0950 

hni@hni.is 

  • YouTube
  • Instagram
  • Facebook
bottom of page