top of page
  • HNÍ

Fyrsta ólympíska boxmót ársins


(mynd eftir Ásgeir Marteinsson)Fyrsta ólympíska boxmót ársins fór fram í Hnefaleikafélagi Reykjavíkur þann 27. febrúar og voru þar fimm viðureignir. Mótið var haldið í aðstöðu Mjölnis í öskjuhlíðinni.


Í fyrstu viðureign dagsins mættust þeir Ísak Guðnason og Mikael Hrafn og kepptu þeir í Junior flokki (unglingaflokki). Þeir sýndu báðir flotta tækni og voru nokkuð jafnir en svo fór að Mikael Hrafn sigraði að dómaraákvörðun.


Þeir Aron Franz og Ingimundur Árnason mættust svo í annari viðureign dagsins. Báðir voru að keppa í fyrsta sinn og var þetta mjög skemmtileg viðureign. Aron tók þó sigur að dómaraákvörðun eftir jafna og flotta viðureign.


Í þriðju viðureign dagsins mættust þeir Jón Marteinn og Mikhail Mikhailov. Þeir áttu ansi flottan bardaga en Jón sigraði að dómaraákvörðun. Hann Jón Marteinn var svo valinn boxari mótsins eftir framúrskarandi árangur í viðureigninni.


Kristín Sif og Hildur Ósk mættust í fjórðu viðureign kvöldsins. Þær sýndu báðar glæsilega tækni og var viðureignin afar jöfn en hún Kristín tók sigur að lokum eftir klofna dómaraákvörðun.


Í síðustu viðureign kvöldsins mættust þeir Elmar Gauti og Arnis Kopstals. Arnis lenti góðum höggum snemma og var nokkrum skrefum framar en Elmar í dag. Arnis sigraði að dómaraákvörðun í skemmtilegri viðureign.
-69 kg

Mikael Hrafn (HR) sigraði Ísak Guðnason (HFK) eftir einróma dómaraákvörðun.(mynd eftir Ásgeir Marteinsson)


-75 kg

Aron Franz (HR) sigraði Ingimund Árnason (HFR) eftir einróma dómaraákvörðun.(mynd eftir Ásgeir Marteinsson)


-69 kg

Jón Marteinn (Æsir) sigraði Mikhail Mikhailov (Æsir/Bogatyr) eftir einróma dómaraákvörðun.(mynd eftir Ásgeir Marteinsson)


-75 kg

Kristín Sif (HR) sigraði Hildi Ósk (HFR) eftir klofna dómaraákvörðun.(mynd eftir Ásgeir Marteinsson)


-91 kg

Arnis Kopstals (Æsir/Bogatyr) sigraði Elmar Gauta (HR) eftir einróma dómaraákvörðun.(mynd eftir Ásgeir Marteinsson)
Mótinu var streymt á youtube rás Hnefaleikasambands Íslands, hér er slóð að streyminu:


Einnig er hægt að finna myndbönd af hverri viðureign fyrir sig inná youtube rás HNÍ:

Comentarios


bottom of page