top of page

Fyrsta umferð Bikarmótaraðarinnar fór vel af stað - jafnir bardagar og stemning í salnum

HNÍ



Bikarmótaröð HNÍ fór af stað um helgina og var fyrsta umferð haldin í VBC, Kópavogi. Það voru þrettán bardagar á dagskrá en vegna veikinda þurfti að færa eina viðureign yfir á aðra umferð sem mun fara fram í húsakynnum HFH í Dalshrauni 10 þann 8. febrúar. Hnefaleikaunnendur fengu því 12 mjög flottar og jafnar viðureignir á laugardaginn var og má halda fast í vonina um að næstu keppnisdagar muni vera jafn spennandi og hástemdir.

Öflugir nýliðar

Það voru tólf keppendur á mótinu að berjast í fyrsta skipti. Það voru þeir Alan Alex Szelag (HFK), Volodymyr Moskwychov (HAK), Björn Helgi Jóhannsson (HR), Tomas Barsciavicius (HFH), Jökull Bragi Halldórsson (HR), Jakub Biernat (Þór), Hlynur Þorri Helguson (HFK), Viktor Örn Sigurðarson (HFK), Vitalii Korshak (Bogatýr), Dmytro Hrachow (Æsir), Demario Elijah (HFK) og Deimantas Zelvy (HFH).

Þrátt fyrir takmarkaða reynslu í hringnum var ekki að sjá að þessa drengi vantaði úthald, þor né persónuleika. Þarna mátti sjá nýliða frá öllum kimum landsins og mismunandi hnefaleikastíla sem mættust stál í stál í hágæðaskemmtun fyrir alla áhorfendur nær og fær. Mótið var í lifandi streymi á Youtube og er aðgengilegt þar inni á Icelandic Boxing-rásinni.

Úrslit fyrstu umferðarinnar ráðin og stigin í hús


Bikarmótaröðin er þriggja daga keppnismót þar sem keppendur safna stigum fyrir sigur og mætingu. Fást 10 stig fyrir sigra viðureignina og 5 stig fyrir að stiga í hringinn og keppa. Sá sem endar með flest stig eftir þrjá daga stendur uppi sem bikarmeistari og gerir tilkall í titilinn um hnefaleikakonung- eða drottningu í lok árs.


50 kg (U15) – Tristan Styff sigraði Hilmar Þorvaldsson með klofinni dómaraákvörðun.


57 kg (U15) – Alan Alex sigraði Sigurberg Einar með klofinni dómaraákvörðun.


60kg (U17)–Volodymyr Moskwychov sigraði Björn Helga með klofinni dómaraákvörðun.


66 kg (U17) – Arnar Jaki sigraði Arnar Geir með einróma ákvörðun dómara.


65 kg (66 kg U17) Jökull Bragi sigraði Tomas Barsciavicius með einróma ákvörðun dómara.


75 kg – Jakub Biernat sigraði Hlyn Þorra Helguson með einróma dómaraákvörðun


85 kg (U17) – Viktor Örn sigraði Adrian Pawlikowski - dómarinn stöðvaði bardagann vegna blóðnasa.


75 kg – Vitalii Korshak sigraði Steinar Bergsson með einróma dómaraákvörðun.


75 kg – Benedikt Gylfi Eiríksson sigraði William Þór Ragnarsson með einróma dómaraákvörðun.


80 kg – Dmytro Hrachow sigraði Demario Elijah Anderson með klofinni dómaraákvörðun.


90 kg+ Ágúst Davíðsson sigraði Deimantas Zelvys með klofinni dómaraákvörðun.


90 kg+ Magnús Kolbjörn sigraði Sigurjón Guðnason í lokaviðureigninni með einróma dómaraákvörðun.


Næsti dagur Bikarmótaraðarinnar fer fram 8. febrúar þar sem gert er ráð fyrir fimmtán bardögum þann daginn. Keppninni verður aftur streymt á Youtube í gegnum MMA Fréttir en við hvetjum alla til að gera sér ferð í Dalshraun 10 og upplifa stemninguna á staðnum.


Comments


Hnefaleikasamband Íslands

Engjavegur 6, 104 Reykjavík 

Iceland

KT. 640806-0950 

hni@hni.is 

  • YouTube
  • Instagram
  • Facebook
bottom of page