Fyrsta bikarmót tímabilsins var haldið síðasta laugardag í húsakynnum Mjölnis. Engir áhorfendur voru á mótinu vegna sóttvarnareglna en því var þó streymt í gegnum Uppkast.is. Á mótinu voru níu glæsilegar viðureignir og niðurstöður þeirra koma hér fyrir neðan:
Erika Nótt (HR) vs. Hildur Kristín (HR) kepptu í U17 -54kg flokki kvenna. Erika Nótt tók sigur að dómaraákvörðun
Patrekur Sóliman (HFR) vs. Steinar Bergsson (HR) kepptu í U17 -71kg flokki karla. Steinar Bergsson tók sigur eftir tæknilegt rothögg.
Mikael Helgason (HR) vs. Aron Haraldsson (HFH) kepptu í U19 -67 kg flokki karla . Mikael Helgason tók sigur eftir klofna dómaraákvörðun.
Ólíver Örn (HR) vs. Ísak Guðnason (HFK) kepptu í U19 -71 kg flokki karla. Ísak Guðnason tók sigur að dómaraákvörðun
Hildur Ósk (HFR) vs. Tinna Von (HFK) kepptu í Elite -66kg flokki kvenna. Hildur Ósk tók sigur að dómaraákvörðun.
Hákon Garðarsson (HR) vs. Jón Marteinn (ÆSIR) kepptu í Elite -75 kg flokki karla. Jón Marteinn tók sigur eftir klofna dómaraákvörðun.
Raivis Katens (Bogatýr) vs. Kári Jóhannesson (HR) kepptu í Elite -80kg flokki karla. Raivis Katens tók sigur að dómaraákvörðun.
Daníel Brynjar (Bogatýr) vs. Edgar Zarkevics (Bogatýr) kepptu í Elite -86kg flokki karla. Edgar Zarkevics tók sigur að dómaraákvörðun.
Gabríel Marino (Haförn) vs. Ármann Rúnar (Bogatýr) kepptu í Elite +91kg flokki karla. Ármann Rúnar tók sigur eftir að dómari stöðvaði viðureign.
Comentarios