Hverjir verða Íslandsmeistarar? – úrslitadagur í dag eftir spennandi undanúrslit í gær
- HNÍ
- Apr 12
- 2 min read
Updated: 7 days ago
Úrslit Íslandsmeistaramóts Hnefaleikasambands Íslands í hnefaleikum fara fram í dag, sunnudaginn 13. apríl, í World Class Boxing Academy í Kringlunni. Keppni hefst kl. 13:00 og húsið opnar kl. 12:00.
Keppni fer fram í átta flokkum og má búast við jöfnum og spennandi bardögum þar sem krýndir verða Íslandsmeistarar í hverjum þyngdarflokki.
Alls hafa 24 keppendur frá sjö hnefaleikafélögum víðs vegar að af landinu tekið þátt í mótinu.
Úrslit undanúrslitadags – laugardagur 12. apríl
Kormákur Sigurbjörnsson (HR) vann Baltasar Rósant (Bogatýr) með rsc
Mihael Fedorets (Bogatýr) sigraði Jakub Biernat (Þór) eftir klofna dómaraákvörðun
Nóel Freyr Ragnarsson (HR) sigraði Teit Þór Ólafsson (HR) með einróma dómaraákvörðun
Ísak Guðnason (HFK) sigraði William Þór R. (HR) með einróma dómaraákvörðun
Benedikt Gylfi Eiríksson (HFH) vann Steinar Bergsson (Æsir) eftir klofna dómaraákvörðun
Ágúst Davíðsson (Þór) vann Magnús Kolbjörn Eiríksson (HFK) eftir klofna dómaraákvörðun
Dagskrá úrslitadags – sunnudagur 13. apríl
U17 – 63 kgArnar Jaki Smárason (HFK) vs Artem Siurkov (Auðbrekka/Bogatýr)
U19 – 65 kgBjörn Jónatan Björnsson (HAK) vs Jökull Bragi Halldórsson (HR)
U19 – 70 kgSölvi Steinn Hafþórsson (HFK) vs Mihail Fedorets (Auðbrekka/Bogatýr)
Elite – 70 kgViktor Zoega (Auðbrekka/Bogatýr) vs Nóel Freyr Ragnarsson (HR)
Elite – 75 kgÍsak Guðnason (HFK) vs Benedikt Gylfi Eiríksson (HFH)
Elite – 80 kgDemario Elijah Anderson (HFK) vs Elmar Gauti Halldórsson (HR)
Elite – 85 kgÞorsteinn Helgi Sigurðarsson (HFH) vs Gabriel Marino (Auðbrekka/Bogatýr)
Elite +90 kgElmar Freyr Aðalheiðarsson (Þór) vs Ágúst Davíðsson (Þór)
Streymi og samfélagsmiðlar
Úrslit mótsins verða sýnd í beinni útsendingu á YouTube-rásinni MMAFréttir.Myndir, dagskrá og niðurstöður má einnig finna á samfélagsmiðlum Hnefaleikasambands Íslands:📸 instagram.com/hnefaleikasambandislands
Aðgangur að mótinu er ókeypis og aðstaða fyrir áhorfendur er til fyrirmyndar í World Class Boxing Academy.
Þakkir til aðstandenda og sjálfboðaliða
Mótið er haldið af Hnefaleikasambandi Íslands í samstarfi við World Class Boxing Academy og aðildarfélög landsins. Á mótinu starfa einnig dómarar frá Svíþjóð og Finnlandi ásamt íslenskum dómurum.
Aðstandendur mótsins vilja færa sérstakar þakkir öllum þeim sem komið hafa að framkvæmd þess – sérstaklega sjálfboðaliðum, þjálfurum og starfsfólki félaganna, sem leggja til krafta sína með eldmóði og ósérhlífni.
Jafnframt eru færðar innilegar þakkir til World Class Boxing Academy fyrir að veita mótinu glæsilega og faglega aðstöðu fyrir keppendur og áhorfendur.

Comments