top of page
HNÍ

Kara Guðmundsdóttir og Emin Kadri eru hnefaleikafólk ársins


Kara Guðmundsdóttir – Hnefaleikakona ársins 2020

Kara, sem fædd er árið 1993 og æfir hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur. Kara hefur æft hnefaleika í rúm 3 ár. Kara byrjaði árið á því að setja sér skýr markmið fyrir árið 2020 og hafði mikinn metnað fyrir því að ná sínum markmiðum.

Þótt metnaðurinn var mikill urðu tækifærin því miður ekki mörg vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 hafði á keppnishald á alþjóðlegum grundvelli. Í þann stutta tíma sem það var í boði að keppa náði Kara að tryggja sér gull í C flokki á Golden Girl Championships sem haldið var í Borås í Svíþjóð dagana 31. febrúar – 2. mars. Þar sigraði hún þrjár viðureignir á jafnmörgum dögum eftir einróma dómaraákvörðun í hverri viðureign. Varð hún þar með fyrsta íslenska konan sem kemur heim með gull eftir þetta sterka alþjóðamót.

Þetta var jafnframt fyrsta skiptið sem íslenskar hnefaleikakonur taka þátt í þessu sterka móti og er þetta því stór viðurkenning fyrir þessa metnaðarfullu íþróttakonu en ekki síður fyrir íslenska hnefaleika að koma heim með gullið.

Við teljum hana góða fyrirmynd fyrir hnefaleika og fylgjumst spennt með framtíð hennar í íþrótinni.



Emin Kadri Eminson – Hnefaleikamaður ársins 2020

Emin Kadri Eminsson er fæddur árið 2002 og æfir hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs. Emin hefur verið duglegur og gífurlega metnaðarfullur bæði við æfignar og keppnum undanfarin ár jafnt innan sem utanlands. Emin sem varð 18 ára á árinu og er einn efnilegasti og virkasti hnefaleikamaður landsins.

Í febrúar keppti Emin við sterkan breskan andstæðing frá Finchley & District Boxing Club á móti sem fór fram í Kópavogi. Emin hafði þar yfirburða stöðu og sigraði sína viðureign.

Fleiri mót voru á dagskrá hjá þessum unga hnefaleikamanni, þar á meðal vann hann sér inn þátttökurétt á Evrópumeistaramót ungmenna í Svartfjallalandi. Að sökum Covid-19 gat hann því miður ekki tekið þátt í ár. Þrátt fyrir niðurfellingum á mótum og erfiðar aðstæður þá hefur Emin ávallt sýnt einstaktan áhuga og vinnusemi gagnvart hnefaleikum og hefur á þessu ári farið í æfingarbúðir til Litháens, Lettlands og Svíþjóðar.

Við teljum hann góða fyrirmynd fyrir hnefaleika og fylgjumst spennt með framtíð hans í íþróttinni.


Comentários


bottom of page