Landsliðmennirnir Elmar Gauti Halldórsson og Emin Kadri Eminsson kepptu um helgina á Haringey Box Cup í Alexandra Palace í London. Mótið er með þeim stærstu í Evrópu, keppt er í fimm hringjum og er kostað af DAZN.
Í útdrátti voru bæði Elmar og Emin dregnir beint í undanúrslit.
Elmar keppti fyrst á móti bretanum Henry Murray frá Wolerhampton og sigraði Elmar þá viðureign 3-2 og var því kominn áfram í úrslit.
Emin var næstur til keppni í undanúrslitum, hann keppti við Írann Terry McEntee en tapaði þeirri viðureign, Írinn vann svo mótið og varð það í þriðja sinn sem hann vann það.
Elmar Gauti keppti til úrslita á sunnudeginum á móti Írskum 6 földum meistara, Elmar boxaði vel en reynslumeiri Írinn stóð uppi sem sigurvegarinn að lokum á dómaraúrskurði.
Comentarios