top of page
HNÍ

Lokahóf HNÍ



Hnefaleikasamband Íslands hélt síðastliðinn sunnudag lokahóf þar sem krýndir voru bikarmeistarar HNÍ 2021 ásamt hnefaleikafólki ársins 2021.

Fyrsta kona sem hlaut verðlaun fyrir fyrsta sæti í bikarmótaröð HNÍ var hún Hildur Kristín (HR). Hún var stigahæst í -54kg flokki U17 kvenna og varð því bikarmeistari í sínum flokki. Erika Nótt (HR) var síðan næst á eftir með 20 stig í sama flokki og hlaut því verðlaun fyrir annað sæti.

Í flokki U17 -54kg karla voru þeir Tefik Aziri (HFK) og Nóel Freyr (HR) sem báðir hafa sýnt framúrskarandi árangur á tímabilinu. En hann Tefik Aziri var þó stigahærri með 18 stig og tók því fyrsta sæti og varð því bikarmeistari í þessum flokki. Nóel Freyr var með 10 stig og var því í öðru sæti.

Næsti flokkur var U17 -67kg karla og þar sem þeir Mikael Hrafn (HR) og Ísak Guðnason (HFK) kepptu um bikarmeistaratitilinn á þessu tímabili. Báðir stóðu sig mjög vel á tímabilinu en Mikael var aðeins stigahærri með 25 stig og tók því fyrsta sæti og varð bikarmeistari í þessum flokki. Ísak Guðnason tók annað sætið með 20 stig.

Í flokki U17 -71kg karla voru þeir Aron Haraldsson (HFH) og Ólíver Örn (HR) sem börðust um bikarmeistaratitil á þessu tímabili. Hann Ólíver var þó stiga hærri með 20 stig á tímabilinu og hlaut því verðlaun fyrir fyrsta sæti og tók bikarmeistaratitilinn í þessum flokki. Aron hlaut svo verðlaun fyrir annað sæti með 8 stig.

Í næsta flokki voru þeir Hákon Garðarsson (HR) og Jón Marteinn (ÆSIR) sem kepptu í U19 -75kg flokki karla. Þeir voru ansi jafnir á tímabilinu en hann Hákon var þó aðeins stiga hærri með 25 stig og tók því sigur í þessum flokki og varð því bikarmeistari. Hann Jón hlaut svo verðlaun fyrir annað sæti með 20 stig.

Í flokki Elite -75 kg karla var hann Bjarki Smári (HFK). Bjarki stóð sig gríðarlega vel á tímabilinu og vann bikarmeistaratitilinn í sínum flokki með 13 stig.

Þar á eftir í flokki Elite -80kg karla var hann Steinar Thors (HR). Steinar sýndi framúrskarandi árangur á tímabilinu og varð bikarmeistari í sínum flokki með 13 stig.

Síðasti flokkur var Elite -86kg karla þar sem þeir Elmar Gauti (HR) og Þorsteinn Helgi (ÆSIR) kepptu um bikarmeistaratitilinn á tímabilinu. Elmar Gauti var stiga hærri á tímabilinu með 20 stig og tók því bikarmeistaratitilinn á þessu tímabili. Hann Þorsteinn Helgi tók svo annað sætið í þessum flokki með 10 stig.

Hnefaleikafélag Reykjavíkur var með flesta sigurvegara í bikarmótaröðinni og vann því farandsbikar bikarmótaraðarinnar árið 2021.


Hnefaleikakona og hnefaleikamaður ársins voru einnig tilkynnt á lokahófinu síðastliðinn sunnudaginn. Hún Hildur Kristín var valin hnefaleikakona ársins og átti það svo sannarlega skilið. Hildur byrjaði að keppa í ólympískum hnefaleikum á þessu ári en hefur þó strax sýnt framúrskarandi árangur í íþróttinni. Hún hefur á árinu orðið Bikarmeistari og Íslandsmeistari í sínum flokki ásamt því að vera valin besta hnefaleikakonan í hringnum á Hilleröd í Danmörku.

Hann Mikael Hrafn var svo valin hnefaleikamaður ársins og átti það einnig svo sannarlega vel skilið. Mikael byrjaði einnig að keppa í ólympískum hnefaleikum á árinu og sýnt glæsilegan árangur í íþróttinni. Mikael varð Bikarmeistari og Íslandsmeistari í sínum flokki ásamt því að vera valin besti hnefaleikamaður í hringnum sem hann keppti í á Hilleröd í Danmörku.


Við viljum óska öllum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá ykkur aftur á næsta ári.


Komentáře


bottom of page