Hnefaleikasamband Íslands hélt síðastliðinn sunnudag lokahóf þar sem krýndir voru bikarmeistarar HNÍ 2021 ásamt hnefaleikafólki ársins 2021.
Fyrsta kona sem hlaut verðlaun fyrir fyrsta sæti í bikarmótaröð HNÍ var hún Hildur Kristín (HR). Hún var stigahæst í -54kg flokki U17 kvenna og varð því bikarmeistari í sínum flokki. Erika Nótt (HR) var síðan næst á eftir með 20 stig í sama flokki og hlaut því verðlaun fyrir annað sæti.
Í flokki U17 -54kg karla voru þeir Tefik Aziri (HFK) og Nóel Freyr (HR) sem báðir hafa sýnt framúrskarandi árangur á tímabilinu. En hann Tefik Aziri var þó stigahærri með 18 stig og tók því fyrsta sæti og varð því bikarmeistari í þessum flokki. Nóel Freyr var með 10 stig og var því í öðru sæti.
Næsti flokkur var U17 -67kg karla og þar sem þeir Mikael Hrafn (HR) og Ísak Guðnason (HFK) kepptu um bikarmeistaratitilinn á þessu tímabili. Báðir stóðu sig mjög vel á tímabilinu en Mikael var aðeins stigahærri með 25 stig og tók því fyrsta sæti og varð bikarmeistari í þessum flokki. Ísak Guðnason tók annað sætið með 20 stig.
Í flokki U17 -71kg karla voru þeir Aron Haraldsson (HFH) og Ólíver Örn (HR) sem börðust um bikarmeistaratitil á þessu tímabili. Hann Ólíver var þó stiga hærri með 20 stig á tímabilinu og hlaut því verðlaun fyrir fyrsta sæti og tók bikarmeistaratitilinn í þessum flokki. Aron hlaut svo verðlaun fyrir annað sæti með 8 stig.
Í næsta flokki voru þeir Hákon Garðarsson (HR) og Jón Marteinn (ÆSIR) sem kepptu í U19 -75kg flokki karla. Þeir voru ansi jafnir á tímabilinu en hann Hákon var þó aðeins stiga hærri með 25 stig og tók því sigur í þessum flokki og varð því bikarmeistari. Hann Jón hlaut svo verðlaun fyrir annað sæti með 20 stig.
Í flokki Elite -75 kg karla var hann Bjarki Smári (HFK). Bjarki stóð sig gríðarlega vel á tímabilinu og vann bikarmeistaratitilinn í sínum flokki með 13 stig.
Þar á eftir í flokki Elite -80kg karla var hann Steinar Thors (HR). Steinar sýndi framúrskarandi árangur á tímabilinu og varð bikarmeistari í sínum flokki með 13 stig.
Síðasti flokkur var Elite -86kg karla þar sem þeir Elmar Gauti (HR) og Þorsteinn Helgi (ÆSIR) kepptu um bikarmeistaratitilinn á tímabilinu. Elmar Gauti var stiga hærri á tímabilinu með 20 stig og tók því bikarmeistaratitilinn á þessu tímabili. Hann Þorsteinn Helgi tók svo annað sætið í þessum flokki með 10 stig.
Hnefaleikafélag Reykjavíkur var með flesta sigurvegara í bikarmótaröðinni og vann því farandsbikar bikarmótaraðarinnar árið 2021.
Hnefaleikakona og hnefaleikamaður ársins voru einnig tilkynnt á lokahófinu síðastliðinn sunnudaginn. Hún Hildur Kristín var valin hnefaleikakona ársins og átti það svo sannarlega skilið. Hildur byrjaði að keppa í ólympískum hnefaleikum á þessu ári en hefur þó strax sýnt framúrskarandi árangur í íþróttinni. Hún hefur á árinu orðið Bikarmeistari og Íslandsmeistari í sínum flokki ásamt því að vera valin besta hnefaleikakonan í hringnum á Hilleröd í Danmörku.
Hann Mikael Hrafn var svo valin hnefaleikamaður ársins og átti það einnig svo sannarlega vel skilið. Mikael byrjaði einnig að keppa í ólympískum hnefaleikum á árinu og sýnt glæsilegan árangur í íþróttinni. Mikael varð Bikarmeistari og Íslandsmeistari í sínum flokki ásamt því að vera valin besti hnefaleikamaður í hringnum sem hann keppti í á Hilleröd í Danmörku.
Við viljum óska öllum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá ykkur aftur á næsta ári.
Komentáře