• HNÍ

Nýr landsliðsþjálfari HNÍ

Í dag skrifaði Kolbeinn Kristinsson undir starfssamning sem landsliðsþjálfari Hnefaleikasamband Íslands (HNÍ). Kolbeinn þekkir ágætlega til í þessum heimi, eftir að hafa byrjað í hnefaleikum sem unglingur auk þess sem hann hefur keppt víða um heim og gerir enn. Kolbeinn hefur tekið þátt fyrir íslands hönd á Norðurlandamótum, Evrópumótum og Heimsmeistaramótum. Í dag er Kolbeinn atvinnumaður í hnefaleikum.


Hlutverk Kolbeins sem landsliðsþjálfari verður að hafa yfirumsjón með afrekshópum og landsliði HNÍ.

Við hjá, HNÍ, bjóðum Kolbein velkomin til starfa og erum mjög spennt fyrir komandi tímum og leggjum mikið traust á hann Kolbein í uppbyggingu afreksmála hnefaleika á íslandi.


Næstu skref eru að boða til æfingahelgar fljótlega þar sem Kolbeinn tekur stöðuna hjá hnefaleikaiðkendum og mun val í afrekshópa hefjast fljótlega eftir þá æfingahelgi.


Recent Posts

See All

Ársþing HNÍ 2021

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram sunnudaginn 2.maí í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi 6 í Reykjavík. Engar breytingar voru á lögum HNÍ en samþykktar voru breytingar á nýrri gjaldskrá HNÍ sem ver

 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands

Icelandic Boxing Federation

Engjavegur 6  |  104 Reykjavík  |  Iceland

KT. 640806-0950  |  hni@hni.is

  • Facebook Social Icon
  • YouTube Social  Icon
  • Instagram Social Icon