Síðastliðnu helgi fór fram Norðurlandameistaramóti í hnefaleikum í Akurskóla í Reykjanesbæ og þetta er í fyrsta skipti sem Norðurlandamótið er haldið hér á Íslandi. Mótið átti upprunalega að vera haldið árið 2020 en vegna kórónaveirufaraldursins hefur ekki verið hægt að halda það fyrr en núna. Þetta er einnig í fyrsta skipti sem keppni af þessari stærðargráðu er haldin á Íslandi og létu keppendur vel af aðstæðum og mótahaldi. Mótið er gríðarlega sterkt og hingað mæta keppendur sem keppa í fremstu röðum í sínum þyngdarflokkum í heiminu, og með því má auðveldlega segja að þetta sé sterkasta mót sem haldið hefur verið á Íslandi í hnefaleikum. Með því að halda mótið hér á landi hefur Ísland tryggt sér fast sæti á öllum Norðurlandamótum framvegis.
Á mótinu tóku þátt 74 keppendur á aldrinum 17 ára og eldri og var margt af öflugasta hnefaleika fólki norðurlanda mætt til keppni.
Upprunalega áttu 10 íslendingar að keppa sem voru eftirtalin;
Karlar fullorðnir;
í -75kg flokki Jón Marteinn Gunnlaugsson og Hákon Garðarsson
Í -86kg flokki Elmar Gauti Halldórsson
Í -92kg flokki Þorsteinn Helgi Sigurðsson
Í +92 flokk Elmar Freyr Aðalheiðarson sem þurfti því miður að hætta við keppni á síðustu stundu sökum Covid
Konur fullorðnar;
-66kg flokki Hildur Ósk Indriðadóttir
Karlar 17-19 ára;
Í -63,5kg flokki Hafþór Magnússon
Í -67kg flokki Mikael Helgason
Í -71kg flokki Ísak Guðnason
Í -75kg flokki Óliver Örn Davíðsson
Um hádegi á föstudeginum var dregið í flokka fyrir helgina og voru fjórir sem kepptu fyrir hönd Íslands í undanúrslitum á föstudeginum. Sem voru þau Jón Marteinn, Hákon Garðarsson, Þorsteinn Helgi og Hildur Ósk. Keppendum gekk mjög vel en því miður var enginn sem komst áfram í úrslitin.
Fyrst var keppt í undanúrslitum í öllum flokkum og síðan hélt mótið áfram á laugardeginum, þar sem voru bæði undanúrslit og úrslit á dagskrá. Laugardeginum var skipt upp í tvo hluta. Í Undanúrslitum voru tólf viðureignir sem hófust klukkan 12:00 á laugardeginum og í úrslitum voru fjórtán viðureignir sem hófust kl 17:00. Þeir Elmar Gauti, Hafþór Magnússon, Ísak Guðnason, Mikael Hrafn og Óliver Örn kepptu allir fyrir hönd Íslands í dag og stóðu sig gríðarlega vel. Hann Hafþór Magnússon var eini sem tók sigur frá Íslandi eftir gríðarlega flottan viðureign við Elliot Ekhamre frá Svíþjóð. Hann Elmar Gauti tapaði bardaganum eftir mjög jafnan og flottan bardaga, á klofni dómara ákvörðun. Þeir Mikael Hrafn, Ólíver Örn og Ísak Guðnason lentu allir á móti mjög sterkum andstæðingum og tóku því miður ekki sigur með sér heim að þessu sinni, en stóðu sig samt sem áður gríðarlega vel.
Sunnudagurinn var svo þriðji og síðasti dagurinn á Norðurlandamótinu. Hafþór hefði átt að keppa í dag í úrslitum við Lorik Haliti frá Finnlandi en var tekin ákvörðun um að hann myndi ekki keppa vegna meiðsla í hendi. Við óskum öllum okkar íslensku keppendum innilega til hamingju með árangurinn.
Comments