- HNÍ
Undanúrslit ÍM
Undanúrslitakeppni og fyrsti dagur ÍM var haldin í dag í WCBA i Reykjavík. Það voru fimm æsispennandi viðureignir og áhorfendur mjög spenntir að sjá hverjir kæmust áfram í úrslit. Niðurstöður viðureignanna eru eftirfarandi:
Mikael Hrafn (HR) og Viktor Zoega (Bogatýr) í -67kg U19 karla, voru fyrstir til að stíga inn í hringinn og var þetta mjög tæknileg og flott viðureign. Mikael Hrafn tók sigur að lokum eftir klofna dómaraákvörðun.
Næstir voru það Benedikt Gylfi (HFH) og Sveinn Sigurbjarnarson (ÞÓR) í -80kg U19 karla og sýndu þeir einnig fram á glæsilega tækni og voru þeir ansi jafnir. En Benedikt hafði yfirhöndina og sigraði viðureignina eftir klofna dómaraákvörðun.
Björn Snævar (HFR) og Khalid Younsi (GFR) í -80kg Elite karla, mættust svo í þriðju viðureign dagsins. Þetta var hörku viðureign og griðarlega spennandi. Hann Björn sigraði þessa viðureign á klofni dómaraákvörðun.
Í næst síðustu viðureign dagsins mættust þeir Elmar Gauti (HR) og Alexander Baranovs (Bogatýr) einnig í -80kg flokki Elite karla. Báðir stóðu sig mjög vel en hann Elmar hafði yfirhöndina og tók sigur að lokum.
Magnús Kolbjörn (HFK) og Rúnar Svavarsson (HFK) í +92kg flokki Elite karla mættust svo í síðustu viðureign dagsins. Þetta var mjög skemmtileg viðureign, enda mjög reyndir hnefaleikamenn. Magnús sigraði að þessu sinni.
Á morgun verður svo úrslitakeppni þar sem krýndir verða Íslandsmeistarar í hnefaleikum 2023. Úrslitin hefjast kl13:30 í WCBA og það er frítt inn svo við hvetjum alla til að koma að hvetja þetta flotta hnefaleikafólk! Hrikalega spennandi að sjá hverjir taka titlanna að þessu sinni!