top of page

ÁRSÞING

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands er haldið í maí ár hvert. Þingið sitja fulltrúar frá aðildarfélögum og sambandsaðilum HNÍ. Á þinginu er kosin stjórn HNÍ og skýrsla stjórnar lögð fram, ásamt reikningum og þeim málum sem félögin í landinu vilja taka fyrir.

 

Sjá nánar í greinum 6-9 laga HNÍ.

ÁRSÞING HNÍ 2019

Þriðja ársþing Hnefaleikasambands Íslands verður haldið þann 30. maí 2019 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Kjörbréf félaga skulu afhent til skrifstofu HNÍ minnst 14 dögum fyrir þingið.

Þingsetning er kl.16:00.

 

Málefni sem aðildarfélög eða sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu tilkynnt stjórn HNÍ minnst 3 vikum fyrir þingið og skal stjórnin senda öllum aðildarfélögum og sambandsaðilum þau málefni eigi síðar en 2 vikum fyrir þingsetningu ásamt dagskrá þingsins.

 

bottom of page