top of page

ÍSLANDSMEISTARAMÓT

Íslandsmeistaramót er haldið af mótanefnd HNÍ einu sinni á ári. Mótið er útsláttarkeppni í öllum þyngdarflokkum Elite karla og kvenna, ásamt ungmenna- og unglingaflokkum karla og kvenna. Fjöldi keppnisdaga fer eftir fjölda þátttakenda í fjölmennasta þyngdarflokknum.

 

Þeir sem hafa gilda þátttökubók frá HNÍ, eru skráðir í hnefaleikafélag innan vébanda HNÍ og eru Elite keppendur eða ungmenni/unglingar með 4 viðureignir hafa þátttökurétt á Íslandsmeistaramóti. Erlendir ríkisborgarar þurfa að auki að hafa haft samfellda búsetu hérlendis í a.m.k. 3 ár. Allir keppendur þurfa að skrifa undir staðfestingu þess efnis að þeir hafi ekki keppt í öðrum bardagaíþróttum í ákveðinn tíma (AIBA Technical rules 2.2.2.1.6.) sem hluti af þátttökuumsókn á mótinu. Keppandi má eingöngu keppa á meistaramóti eins lands hvert ár.

Umsókn fyrir keppendur á íslandsmeistaramót er að finna hér.

bottom of page