Kara Guðmundsdóttir – Hnefaleikakona ársins 2020

Kara, sem fædd er árið 1993 og æfir hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur. Kara hefur æft hnefaleika í rúm 3 ár. Kara byrjaði árið á því að setja sér skýr markmið fyrir árið 2020 og hafði mikinn metnað fyrir því að ná sínum markmiðum.

Þótt metnaðurinn var mikill urðu tækifærin því miður ekki mörg vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 hafði á keppnishald á alþjóðlegum grundvelli. Í þann stutta tíma sem það var í boði að keppa náði Kara að tryggja sér gull í C flokki á Golden Girl Championships sem haldið var í Borås í Svíþjóð dagana 31. febrúar – 2. mars. Þar sigraði hún þrjár viðureignir á jafnmörgum dögum eftir einróma dómaraákvörðun í hverri viðureign. Varð hún þar með fyrsta íslenska konan sem kemur heim með gull eftir þetta sterka alþjóðamót.

Þetta var jafnframt fyrsta skiptið sem íslenskar hnefaleikakonur taka þátt í þessu sterka móti og er þetta því stór viðurkenning fyrir þessa metnaðarfullu íþróttakonu en ekki síður fyrir íslenska hnefaleika að koma heim með gullið.

Við teljum hana góða fyrirmynd fyrir hnefaleika og fylgjumst spennt með framtíð hennar í íþrótinni.Emin Kadri Eminson – Hnefaleikamaður ársins 2020

Emin Kadri Eminsson er fæddur árið 2002 og æfir hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs. Emin hefur verið duglegur og gífurlega metnaðarfullur bæði við æfignar og keppnum undanfarin ár jafnt innan sem utanlands. Emin sem varð 18 ára á árinu og er einn efnilegasti og virkasti hnefaleikamaður landsins.

Í febrúar keppti Emin við sterkan breskan andstæðing frá Finchley & District Boxing Club á móti sem fór fram í Kópavogi. Emin hafði þar yfirburða stöðu og sigraði sína viðureign.

Fleiri mót voru á dagskrá hjá þessum unga hnefaleikamanni, þar á meðal vann hann sér inn þátttökurétt á Evrópumeistaramót ungmenna í Svartfjallalandi. Að sökum Covid-19 gat hann því miður ekki tekið þátt í ár. Þrátt fyrir niðurfellingum á mótum og erfiðar aðstæður þá hefur Emin ávallt sýnt einstaktan áhuga og vinnusemi gagnvart hnefaleikum og hefur á þessu ári farið í æfingarbúðir til Litháens, Lettlands og Svíþjóðar.

Við teljum hann góða fyrirmynd fyrir hnefaleika og fylgjumst spennt með framtíð hans í íþróttinni.


  • HNÍ

Ásþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram laugardaginn 3. október 2020 í húsakynnum ÍSÍ að Engateigi í Reykjavík. Breytingar lágu fyrir fund í lögum HNÍ er snéru að fjölda manns í stjórn og voru þær samþykktar. Einnig var samþykkt uppfærð Afreksstefna HNÍ til næstu tveggja ára. Engar breytingar voru gerðar á gjaldskrá HNÍ. Ársreikningur og fjárhagsáætlun var samþykkt.

Ný stjórn var kjörin og var Almar Ögmundsson kjörinn nýr formaður sambandsins. Með honum voru endurkjörnar í stjórn Birna Árnadóttir og Steinunn Inga Sigurðardóttir. Nýir stjórnarmenn voru kjörnir Baldur Hrafn Vilmundarson og Jafet Örn Þorsteinsson. Þar með hætta í stjórn Árni Stefán Ásgeirsson varaformaður og Rúnar Svavarsson meðstjórnandi. Stjórn HNÍ þakkar þeim góð störf og gott samstarf undanfarin ár. Varamenn voru kosnar Ásdís Rósa Gunnarsdóttir og Áslaug Rós Guðmundsdóttir. Þær þar með færa sig úr störfum formanns og ritara og er þeim þakkað þeirra góðu störf fyrir sambandið.Kristín Sif Björgvinsdóttir úr HR er hnefaleikakona ársins 2019, annað árið í röð. Kristín hefur átt 12 viðureignir á ferli sínum, þar af 6 á liðnu ári og sigrað 4 af þeim. Kristín hefur verið dugleg að sækja reynslu út fyrir landsteinana en tvisvar hefur hún farið á Golden Girl æfingabúðirnar í Svíþjóð. Í ár voru þær haldnar í Skene síðustu helgina í ágúst undir stjórn Cherrelle Brown, WBC heimsmeistara í hnefaleikum og þjálfara hennar, Sabatino Leo sem náð hefur einstökum árangri í þjálfun áhugamanna og atvinnumanna í hnefaleikum. Um 50 stelpur sóttu þessar glæsilegu búðir og komu þær úr hinum ýmsu klúbbum Skandinavíu. Undir lok búðanna hlaut Kristín Sif ásamt 5 öðrum stelpum sérstaka viðurkenningu fyrir góðan árangur sem er mikill heiður í ljósi úrtaksins og þeirra fagmanna sem stóðu að valinu. Kristín Sif hefur líka af þessum 12 bardögum ferils síns keppt helming þeirra utan landsteinanna en hún hreppti silfurverðlaun á Norðurlandamótinu í hnefaleikum annað árið í röð. Það er í fyrsta skiptið sem íslensk hnefaleikakona nær þeim árangri. Kristín hreppti einnig silfurverðlaun á Legacy cup, gríðarlega sterku alþjóðlegu móti sem haldið var í Noregi í október síðastliðnum, en í millitíðinni varð Kristín Sif síðan Íslandsmeistari í -75kg flokki kvenna er hún sigraði úrslitaviðureign sína á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum 2 mánuðum fyrir mótið í Noregi. Nú er Kristín í fullum undirbúningi fyrir Golden Girl Cup, eitt stærsta áhugamannamót heims í hnefaleikum sem haldið verður í Svíþjóð dagana 31.jan – 2.feb 2020 og ætlar hún sér stóra hluti þar.


Emin Kadri Eminsson úr HFK hefur verið kosinn sem hnefaleikamaður ársins 2019, einnig annað árið í röð. Emin sem varð 17 ára á árinu og er einn efnilegasti og virkasti hnefaleikamaður landsins. Emin byrjaði árið á að keppa á hnefaleikamóti á Norður Írlandi. Emin keppti þar við sterkan Íra og sigraði hann örugglega Hann var einnig valinn besti hnefaleikamaðurinn á mótinu sem telst góður árangur þar sem sterkir keppendur voru þar á meðal keppanda. Þar á meðal Evrópu silfurverðlaunahafi. Emin var skráður á Íslandsmeistaramótið enn því miður var enginn skráður í hans flokk. Emin tók þátt fyrir hönd Íslands á Norðurlandamótinu sem haldið var í Finnlandi, þar sigraði hann Finnland í undanúrslitum enn tapaði gegn sterkum Dana í úrslitum. Í maí keppti síðan Emin á sterku móti í London þar sem hann stóð sig vel enn þurfti að lúta í lægra haldi í þeirri viðureign á móti gríðarlega sterkum breta sem er nú orðinn atvinnumaður í greininni. Emin hefur verið mjög virkur í keppnum og er nú búin að keppa sautján sinnum og sigra fjórtán af þeim viðureignum.

FRÉTTIR

 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands

Icelandic Boxing Federation

Engjavegur 6  |  104 Reykjavík  |  Iceland

KT. 640806-0950  |  hni@hni.is

  • Facebook Social Icon
  • YouTube Social  Icon
  • Instagram Social Icon