FRÉTTIR


(Ljósmynari: Róbert Elís Erlingsson)


Í dag marka tímamót í starfi Hnefaleikasamband Íslands. Við kynnum með stolti fyrsta landsliðshóp HNÍ.

Kolbeinn Kristinsson landsliðsþjálfari hefur yfirumsjón með val í liðið og eftirfylgni verkefna.

Helsta verkefni landsliðsins í ár er Norðurlandameistaramót sem haldið verður á Íslandi í fyrsta sinn í mars 2022.


Landslið HNÍ – 2021/2022


LANDSLIÐ KARLA

Davíð Rafn Björgvinsson – Hnefaleikafélag Reykjaness

Steinar Thors – Hnefaleikafélag Reykjavíkur

Alanas Noreika – Hnefaleikafélag Reykjavíkur

Emin Kadri Eminsson – Hnefaleikafélag Kópavogs


LANDSLIÐ KVENNA

Kristín Sif – Hnefaleikafélag Reykjavíkur


UNLINGALANDSLIÐ KARLA

Mikael Hrafn Helgason – Hnefaleikafélag Reykjavíkur

Óliver Örn Davíðsson – Hnefaleikafélag Reykjavíkur

Aron Haraldsson – Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar

Hafþór Magnússon – Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar

Jón Marteinn Gunnlaugsson – Hnefaleikafélagið Æsir

Hákon Garðarsson – Hnefaleikafélag Reykjavíkur


UNGLINGALANDSLIÐ KVENNA

Hildur Kristín Loftsdóttir – Hnefaleikafélag Reykjavíkur


Þá er fyrsti dagur á minningarmóti Guðmundar Arasonar lokið og voru alls níu viðureignir í dag. Það var mikið af efnilegu hnefaleikafólki sem keppti í bæði undanúrslitum og úrslitum í sínum flokkum í dag. En svo munu nokkrur þeirra munu keppa aftur á morgun í lokaúrslitum.


Í fyrstu viðureign dagsins mættust þeir Hardam Kassam og Aron Haraldsson og þeir kepptu í U17 karlar, -69kg flokki. Þeir sýndu báðir flotta tækni og voru nokkuð jafnir en svo fór að Aron Haraldsson sigraði að dómaraákvörðun.


Þeir Mikael Hrafn og Ísak Guðnason mættust svo í annarri viðureign dagsins. Þeir voru líka að keppa í U17 karlar, -69kg flokki og var þetta mjög flott viðureign. Mikael tók þó sigur að dómaraákvörðun eftir jafna og flotta viðureign.


Þeir Aron Haraldsson og Mikael Hrafn mætast svo á morgun og keppa um gull verðlaun. Þeir Hardam Kassam og Ísak Guðnason mætast einnig á morgun og berjast um brons verðlaun.


Í þriðju viðureign dagsins mættust þeir Ólíver Örn og Alexander Opitz og þeir kepptu um gull í -75kg flokki, U17 karla. Eftir mjög flottan bardaga tók Ólíver sigur að lokum.


Bjarki Þór og Ásgeir Þór mættust í fjórðu viðureign dagsins og kepptu þeir um gull í -91kg flokki, U19 karla. Báðir stóðu sig mjög vel en Ásgeir þór sigraði að lokum


Þeir Hafþór Magnússon og Mikael Leó mættust í fimmtu viðureign dagsins og þeir kepptu um gull í -64kg flokki, U19 karla. Báðir sýndu mjög flotta tækni og voru ansi jafnir en Mikael sigraði að dómaraákvörðun í skemmtilegri viðureign.


Í sjöttu viðureign dagsins mættust þær Hildur Sif og Kara Guðmundsdóttir og þær kepptu um gull í Elite kvennaflokki, -75kg. Þær sýndu báðar glæsilega tækni og var viðureignin afar jöfn en hún Kara tók sigur að lokum eftir klofna dómaraákvörðun.


Í sjöundu viðureign dagsins mættust þeir Baldur Vilmundarson og Bjarki Smári og voru að keppa um gull í Elite karlaflokki, -75kg. Þetta var glæsileg viðureign og þeir stóðu sig báðir glæsilega en Bjarki tók þó sigur að lokum.


Arnis Kopstals og Steinar Thors mættust í áttundu viðureign dagsins og kepptu um gull í Elite flokki karla í -85kg. Þetta var mjög jöfn og flott viðureign og báðir sýndu fram á mjög flotta tækni. Steinar Thors tók þó sigur að lokum eftir klofna dómaraákvörðun.


Í síðustu viðureign dagsins mættust þeir Magnús Kolbjörn og Eiríkur Eiríksson og kepptu um gull í Elite flokki karla í +91kg. Magnús lenti góðum höggum snemma svo að hann var nokkrum skrefum framar en Eiríkur í dag og sigraði því viðureignina að lokum.Hnefaleikamót til heiðurs Guðmundar Arasonar á vegum Hnefaleikasambands Íslands fer fram helgina 22. - 23. maí, bæði laugardag og sunnudag í húsakynnum Hnefaleikafélag Kópavogs. Húsið opnar 13:00 og mótið hefst 14:00 báða dagana. Fram kemur mikið af efnilegu hnefaleikafólki.


Guðmundur Arason stundaði hnefaleika frá 14 ára aldri þar til hann varð 85. Hann barðist í 45 ár fyrir lögleiðingu hnefaleika á Íslandi.


Aðgangseyrir á mótið er 1000 kr.