top of page
LOGO.png

FRÉTTIR

Laugardaginn 2. september hélt HNÍ dómaranámskeið í ólympískum hnefaleikum fyrir bæði nýja dómara sem langaði að byrja að dæma í hnefaleikum og eldri sem vildu endurnýja dómararéttindin sín.

Námskeiðið var í tveimur hlutum. Fyrri hluti námskeiðisins var bóklegur sem þeir Lars Brovil og Michael Jensen frá Danmörku stýrðu. Þar var farið yfir allar helstu reglur í ólympískum hnefaleikum.


Síðari hluti námskeiðisins var verklegur og fóru þátttakendur námskeiðsins á bikarmót HNÍ þar sem þeir fengu að sitja hjá reyndum dómurum og prófa að dæma ásamt því að fá endurgjöf frá þeim Lars og Michael.


Það var mjög góð þátttaka á námskeiðinu og viljum við óska nýjum dómurum hjartanlega velkomin.







Laugardaginn 2.september hélt HNÍ fyrsta bikarmót í haust bikarmótaröðinni. Mótið var haldið í húsakynnum WCBA í Kringlunni 1. Það var talsverður fjöldi áhorfenda og gríðarlega góð stemning í húsinu. Viðureignir mótsins voru 12 talsins og var þetta í fyrsta skipti sem keppt var í U15 flokki, sem var samþykkt á síðasta ársþingi HNÍ.


Hér fyrir neðan eru svo niðurstöður viðureignanna:


1. Sölvi Steinn Hafþórsson (HFK) vs. Adrian Pawlikowski (HFH) í -75 kg flokki U15 Karla. Sölvi sigraði þessa viðureign 3-0.

2. Davíð Ísak Filipovic Karlsson (HFH) vs. Kristófer Ek Smithong Óðinsson (HFK) í -75 kg flokki U17 Karla. Kristófer sigraði þessa viðureign 2-1.

3. Eyþór Sturla Jóhannsson (HR) vs.Alejandro Cordova Cervera (HFH) í -80kg í flokki U17 Karla. Eyþór Sturla sigraði þessa viðureign 2-1.

4. Sveinn Sigurbjarnarson (ÞÓR) vs. Kristinn Jón Karlsson (HFK) í 80kg flokki U19 karla. Sveinn sigraði þessa viðureign 3-0.

5. Max Angelo Chang (GFR) Ebrahim (GFR) Elite Karlar í flokki -63.5kg Elite karla. Max sigraði þessa viðureign 3-0.

6. Hilmir Örn Ólafsson (HR) vs. Yonatan Francisco (GFR) í -71kg flokki Elite Karla. Hilmir sigraði þessa viðureign 3-0.

7. Íris Daðadóttir (HR) vs. Hildur Ósk Indriðadóttir (HFR) í -75kg flokki Elite konur. Íris sigraði þessa viðureign 3-0.

8. Samúel Þór Seastrand (HFH) vs. Michal Jablonski (HFK) -80kg flokki Elite Karla. Michal sigraði þessa viðureign eftir að dómari stöðvaði viðureignina í annarri lotu.


9. Remek Duda Maríusson (GFR) vs. Elmar Gauti Halldórsson (HR) í -80kg flokki Elite karla. Elmar sigraði þessa viðureign eftir að dómari stöðvaði viðureignina í annarri lotu.

10. Blazej Galant (GFR) vs. Andri Már Elvarsson (HFR) í -92kg flokki Elite karla. Blazej sigraði þessa viðureign 3-0.

11. Ágúst Davíðsson (ÞÓR) vs. Pétur Stanislav Karlsson (GFR) í +92kg flokki Elite karla. Pétur sigraði þessa viðureign eftir að dómari stöðvaði viðureignina í annarri lotu.

12. Kaloyan Tsvetkov(GFR) vs. Elmar Freyr Aðalheiðarson (ÞÓR) í +92kg flokki Elite karla. Elmar sigraði þessa viðureign eftir að dómari stöðvaði viðureignina í annarri lotu.


Úrslitakeppni ÍM var haldin í dag í WCBA og voru sjö glæsilegar viðureignir.

Fyrsta viðureign var Mikael Hrafn (HR) og Ísak Guðnason (HFK) í -67kg flokki U19 karla en hann Mikael sigraði þessa viðureign á WO og var því krýndur Íslandsmeistari.


Önnur viðureign dagsins var Benedikt Gylfi (HFH) og Armandas Sangavicius (HFK) í -80kg U19 flokki karla. Báðir sýndu fram á glæsilega tækni en Armandas hafði yfirhöndina og tók því Íslandsmeistaratitilinn.


Zalmai Jasur (HFK) og Alexander Irving (GFR) í -67kg flokki Elite karla voru þeir þriðju til að stíga upp í hring og var þetta hörku viðureign. Alexander vann þessa viðureign á stigum og var krýndur Íslandsmeistari.


Þær Íris Daðadóttir (HR) og Hildur Ósk (HFR) í -70kg flokki Elite kvenna mættust í fjórðu viðureign dagsins og var gaman að sjá þessar flottu hnefaleikakonur mætast. Hún Íris sigraði þessa viðureign á stigum og var krýnd Íslandsmeistari.


Í fimmtu viðureign dagsins mættust þeir Björn Snævar (HFR) og Elmar Gauti (HR) í -80kg flokki Elite karla. Mjög spennandi viðureign en hann Elmar hafði yfirhöndina og sigraði viðureignina.


Sjötta viðureign dagsins var á milli þeirra Blazej Galant (GFR) og Þorsteini Helga (HFH) í -92 kg. Viðureignin var stöðvuð vegna meiðsla og Blazej tók sigur og var krýndur Íslandsmeistari.


Í síðustu viðureign dagsins mættust þeir Elmar Freyr (ÞÓR) og Magnús Kolbjörn (HFK). Þetta var æsispennandi viðureign enda mjög reyndir hnefaleikamenn. Elmar sigraði þessa viðureign á klofinni dómaraákvörðun og var því krýndur Íslandsmeistari.


Elmar Gauti var valinn hnefaleikamaður mótsins og var því afhentur Bensabikarinn til vörslu fram að næsta Íslandsmeistaramóti.


Á hverju ári er útnefndur besti boxari Íslandsmótsins og hlýtur hann Bensabikarinn, farandverðlaun tileinkuð minningu Benedikts Oddssonar sem lést fyrir aldur fram árið 2000. Bensi var í framlínu þeirra sem þá börðust fyrir lögleiðingu hnefaleika á Íslandi.

Myndir eftir Haroldas Buinauskas

Heading 1

bottom of page