top of page

SAMBANDIÐ

Hlutverk Hnefaleikasambands Íslands eru meðal annars eftirfarandi:

 

  • Leggja áherslu á útbreiðslu og grundvöll hnefaleikaíþróttarinnar á Íslandi.

  • Sinna fræðslu- og kynningarhlutverki.

  • Vinna að heildarskipulagi móta ásamt því að halda Íslandsmeistaramót ár hvert.

  • Vera fulltrúi hnefaleikaíþróttarinnar í alþjóðlegu samstarfi og leitast við að reglur varðandi íþróttina séu í samræmi við reglur Alþjóðahnefaleikasambandsins, AIBA.

  • Vera stefnumótandi fyrir íþróttafélög og deildir sem leggja stund á ólympíska hnefaleika.

  • Veita dómurum og þjálfurum aðhald og stuðning með skipulögðum námskeiðum til að viðhalda réttindum og hvetja til nýliðunar.

  • Gefa út reglur, námsefni, þátttökubækur, eyðublöð og annað efni sem nauðsynlegt er til þess að viðhalda íþróttinni.

  • Vinna að því að í íþróttinni ríki drengskapur og að ofbeldi verði bannað.
bottom of page