top of page

AFREKSSTEFNA HNÍ 2022-2026

Afreksstefna Hnefaleikasambands Íslands nær til næstu fjögurra ára. Hún gengur út á að bæta árangur í íþróttinni hér á landi og vinna markvisst að því að nota þá reynslu til að færa okkur nær verðlaunum á stórmótum í framtíðinni. Unnið verður að því að bæta allt bakland fyrir íþróttafólk og þjálfara, auðveldara verður að skipuleggja alla þjálfun fram í tímann, vegna fyrirfram uppsettra dagatala og íþróttafólk veit að hverju það gengur bæði þjálfunarlega og fjárhagslega.

bottom of page