top of page

MENNTUN DÓMARA

INNANLANDSMÓT

Stigadómari
 

Til að öðlast réttindi til að dæma sem stigadómari á innanlandsmótum verður viðkomandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Vera í félagi sem á aðild að HNÍ.

  • Hafa náð 20 ára aldri.

  • Hafa lokið og staðist dómaranámskeið HNÍ.

Hringdómari
 

Til að öðlast réttindi til að dæma sem hringdómari á innanlandsmótum verður viðkomandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Hafa gild réttindi sem stigadómari á innanlandsmótum.

  • Hafa dæmt í a.m.k. 2 ár og 100 leiki sem stigadómari.


Þegar réttindum er náð fær viðkomandi dómarabók frá HNÍ þar sem réttindin eru tilgreind og allir dæmdir leikir hjá viðkomandi eru skráðir.

ALÞJÓÐLEG MÓT

Til að öðlast rétt á því að dæma á alþjóðlegum mótum verður dómari að vera á dómaralista IBA og hafa þannig a.m.k. eina IBA stjörnu.


IBA stjörnur eru aðeins gefnar út af IBA og þurfa dómarar að uppfylla skilyrði IBA á hverjum tíma til að öðlast þau réttindi. HNÍ sér um að tilnefna dómara á dómaralista IBA en dómarar þurfa að hafa dæmt a.mk. 50 leiki sem hringdómari og 200 leiki sem stigadómari til að eiga rétt á tilnefningu.

NÁMSKEIÐ & RÉTTINDI

Halda skal dómaranámskeið a.m.k. þriðja hvert ár.

Dómaranefnd HNÍ hefur umsjón með réttindum dómara.

Nánari upplýsingar um endurnýjun réttinda og námskeið er að finna í Regluverki HNÍ kafla 8.2.

Í ljósi þess að verið er að koma upp víðtækri þekkingu og reynslu dómara á Íslandi er nú í gangi aðlögunartími. Nánari upplýsingar er að finna hjá fræðslunefnd HNÍ.

bottom of page