Úrslitakeppni Íslandsmeistaramóts í hnefaleikum fór fram laugardaginn 27 febrúar 2016. Var þetta mót fyrsta mót Hnefaleikasambands Íslands, en Hnefaleikasambandið var stofnað haustið 2015. Fjórar sýningarviðureignir voru sýndir úr hópi diplómakrakka, en ekki er valinn sigurveigari í þeim hópi. Í aðalkeppninni um íslandsmeistaratitilinn fóru fram þrjár viðureignir, en það var í -60 kg kvenna, -75 kg karla og -91 kg karla.

Íslandsmeistarar í hnefaleikum 2016 eru: Elite kvenna í -60 kg flokki

Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir, Hnefaleikafélagi Reykjavíkur

- gegn Valgerði Guðsteinsdóttur, Hnefaleikafélaginu Æsir

Eftir viðureign stóðu Valgerður og Ingibjörg jafnarað stigum og voru því úrslitin valin meðdómaraákvörðun. Elite karla í -75 kg flokki

Jafet Örn Þorsteinsson, Hnefaleikafélag Kópavogs - gegn Arnóri Má Grímssyni, Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar

Skipt ákvörðun dómara en Jafet stóð upp semsigurveigari.

Elite karla í -91kg flokki

Kritján Ingi Kristjánsson, Hnefaleikafélag Kópavogs

- gegn Rúnari Svavarssyni, Hnefaleikafélagi Kópavogs

Einhljóma ákvörðun dómara um sigur Kristjáns. Þá hlaut Jafet Örn svokallaðann Bensa bikar sem er farandbikar og tilheyrir þeim sem talið er að hafa staðið sig best í keppninni.Hnefaleikasamband Íslands var stofnað 30. september 2015. Sambandið varð 31. sérsambandið innan ÍSÍ.

Um 700 iðkendur eru í ólympískum hnefaleikum hjá sex héraðssamböndum hér á landi og umsókn liggur fyrir hjá því sjöunda. Íþróttin er stunduð í eftirtöldum héraðssamböndum/íþróttabandalögum innan ÍSÍ:

Íþróttabandalagi Reykjavíkur, Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar, Íþróttabandalagi Reykjaness, Íþróttabandalagi Akraness og Ungmennasambandi Kjalarnessþings.

Stofnþing Hnefaleikasambands Íslands var haldið í höfuðstöðvum ÍSÍ og þá var kosið í fyrstu stjórn sambandsins. Í stjórninni eru fjórir karlar og tvær konur en þrjár konur skipa varastjórn.

Stjórn Hnefaleikasambands Íslands 2015

Formaður Ásdís Rósa Gunnarsdóttir

Stjórnarmenn Árni Stefán Ásgeirsson Bergþór Hólmarsson Eyrún Inga Sævarsdóttir Jónas Heiðar Birgisson Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Stefán Breiðfjörð Gunnlaugsson

Varastjórn Rakel Gísladóttir Berglind Gunnarsdóttir Sólveig Harpa Helgadóttir


FRÉTTIR

 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands

Icelandic Boxing Federation

Engjavegur 6  |  104 Reykjavík  |  Iceland

KT. 640806-0950  |  hni@hni.is

  • Facebook Social Icon
  • YouTube Social  Icon
  • Instagram Social Icon