top of page
LOGO.png

FRÉTTIR

  • HNÍ

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram sunnudaginn 2.maí í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi 6 í Reykjavík. Engar breytingar voru á lögum HNÍ en samþykktar voru breytingar á nýrri gjaldskrá HNÍ sem verður birt síðar í dag. Ársreikningur og fjárhagsáætlun var samþykkt.


Ný stjórn var kjörin. Almar Ögmundsson hélt sæti sínu sem formaður sambandsins. Með honum voru endurkjörin í stjórn Birna Árnadóttir og Jafet Örn Þorsteinsson. Nýjir stjórnarmeðlimir eru þær Marta María Kristjánsdóttir og hún Margrét Guðrún Svavarsdóttir. Þar með hætta í stjórn Steinunn Inga Sigurðardóttir meðstjórnandi og Baldur Hrafn Vilmundarson meðstjórnandi. Stjórn HNÍ þakkar þeim góð störf og gott samband síðastiðin ár. Varamenn voru kosnar þær Ásdís Rósa Gunnarsdóttir og Steinunn Inga Sigurðardóttir.


Ásdís Rósa Gunnarsdóttir, fyrrum formaður HNÍ, hlaut gullmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf sem formaður sambandsins sem afhent var af honum Andra Stefánssyni, Sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.


Á myndinni hér fyrir ofan eru þau Ásdís Rósa, fyrrum formaður HNí og Andri Stefánsson, Sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.

Í dag skrifaði Kolbeinn Kristinsson undir starfssamning sem landsliðsþjálfari Hnefaleikasamband Íslands (HNÍ). Kolbeinn þekkir ágætlega til í þessum heimi, eftir að hafa byrjað í hnefaleikum sem unglingur auk þess sem hann hefur keppt víða um heim og gerir enn. Kolbeinn hefur tekið þátt fyrir íslands hönd á Norðurlandamótum, Evrópumótum og Heimsmeistaramótum. Í dag er Kolbeinn atvinnumaður í hnefaleikum.


Hlutverk Kolbeins sem landsliðsþjálfari verður að hafa yfirumsjón með afrekshópum og landsliði HNÍ.

Við hjá, HNÍ, bjóðum Kolbein velkomin til starfa og erum mjög spennt fyrir komandi tímum og leggjum mikið traust á hann Kolbein í uppbyggingu afreksmála hnefaleika á íslandi.


Næstu skref eru að boða til æfingahelgar fljótlega þar sem Kolbeinn tekur stöðuna hjá hnefaleikaiðkendum og mun val í afrekshópa hefjast fljótlega eftir þá æfingahelgi.


Heimsmeistaramót ungemenna fer fram í Kielce, Póllandi dagana 10. – 24. apríl.


Einn íslensku keppandi fer á vegum HNÍ en það er Emin Kadri Eminsson og með honum í för verður Kjartan Valur Guðmundsson, þjálfarai hans Emins.


Emin hefur verið einn virkasti hnefaleikamaður landsins undanfarin ár og var meðal annars hnefaleikamaður ársins 2020.

Emin og Kjartan halda út til Póllands í kvöld og verða mættir til Kielce í fyrramálið.

Við munum fylgjast með þeim félögum á okkar samfélagsmiðlun og flytja fréttir.


Heading 1

bottom of page