top of page
LOGO.png

FRÉTTIR


Næstkomandi laugardag 16. mars mun HNÍ í samstarfi við HFK halda minningarmót til heiðurs 100 ára afmæli Guðmundar Arasonar. Mótið verður haldið í húsakynnum HFK að Smiðjuvegi 28, Kópavogi. Húsið opnar kl.15 og leikar hefjast kl.16. Á undan hefðbundnum leikjum munu gamlir nemendur Guðmundar sýna hnefaleikastíl Guðmundar í hringnum og í lok leika verður afhentur farandbikar fyrir besta boxara mótsins. Guðmundur stundaði hnefaleika frá 14 til 85 ára. Hann barðist ötullega fyrir lögleiðingu á hnefaleikum í 45 ár. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og kynnast sögu þessa merka manns.



Emin Kadri Eminsson

Emin er 16 ára og hefur æft hnefaleika síðan hann var barn. Emin hefur verið að gera það gríðarlega gott í hnefaleikum erlendis og innanlands. Emin hefur sýnt það á árinu að hann sé einn efnilegasti og virkasti hnefaleikamaður landsins. Emin byrjaði árið á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokk og var valinn besti hnefaleikamaður Íslandsmeistaramótsins 2018. Í maí tók Emin þátt fyrir hönd Íslands á Boxam á Spáni sem er gríðarlega sterkt alþjóðamót þar sem 12 þjóðir tóku þátt og tryggði Emin Íslandi gullverðlaun þegar hann sigraði Spán í úrslitum og er því fyrsti Íslendingurinn sem sigrar alþjóðamót í hnefaleikum. Í september 2018 tók Emin Kadri þátt á Olaine Cup í Lettlandi sem er einnig alþjóðlegt mót þar keppti hann á móti Írlandi í undanúrslitum og sigraði Lettlands unglingameistarann í úrslitum. Emin sigraði Englending frá Romford BC á hnefaleikamóti HFK í nóvember og tveimur vikum síðar tók hann þátt á gríðarlega sterku alþjóðamóti Riga Open í Lettlandi. Emin sigraði Lettland í fyrsta bardaga enn tapaði móti Litháen í undanúrslitum. Það má segja með sönnu að Emin Kadri Eminsson sé einn efnilegasti hnefaleikamaður Íslands og sýnir staðfesta hans og ákveðni í að ná langt í íþróttinni í metnaði á æfingum og keppnum.

Kristín Sif Björgvinsdóttir

Kristín Sif er 35 ára og hefur æft hnefaleika undanfarin 3 ár.

Þrautseigju Kristínar þarf vart að nefna en hún er fyrirmyndaríþróttakona jafnt innan sem utan hringsins. Kristín hefur náð aðdáunarverðum árangri síðastliðið ár. Hún varð fyrsta íslenska konan til þess að sigra leik á Norðurlandamóti í hnefaleikum þar sem hún hneppti silfurverðlaun. Á Íslandi tókst Kristínu að sigra Margréti Sigrúnu Svavarsdóttur Íslandsmeistara, en þetta var í fyrsta skipti sem Íslendingur leggur Margréti af velli í hnefaleikaviðureign. Þegar Hnefaleikafélag Reykjavíkur tók á móti hinum grænlenska boxklúbb Nanoq þurfti Kristín að hafa sig alla við til þess að komast í þá vigt sem andstæðingurinn fór fram á. Hún hafði ætlað sér að keppa í 75kg flokki en þegar henni bárust þær fréttir að andstæðingurinn væri 70kg greip hún til sinna ráða og tókst að skera niður í 70kg fyrir bardagann þar sem hún sigraði með ótvíræðum brag gegn Ikitannguaq. Kristín hefur verið á lista á öllum mótum í ár en sökum skorts á andstæðingum hafa viðureignir verið færri en Kristín hefði kosið.

  • HNÍ

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram fimmtudaginn 30. maí 2018 í húsakynnum ÍSÍ að Engateigi í Reykjavík. Engar breytingar lágu fyrir fund í regluverki HNÍ. Ný stjórn var kjörin og var Ásdís Rósa Gunnarsdóttir endurkjörin formaður sambandsins. Með henni voru endurkjörin í stjórn Árni Stefán Ásgeirsson (varafomaður) Jónas Heiðar Birgisson (gjaldkeri) og Áslaug Rós Guðmundsdóttir (ritari). Meðstjórnendur voru kosnir Sólveig Harpa Helgadóttir, Rúnar Svavarsson og Sigríður Birna Bjarnadóttir. Varamenn voru kosin Birna Árnadóttir, Ingólfur Þór Tómasson og Máni Borgarsson.

Engar breytingar voru gerðar á gjaldskrá HNÍ. Ársreikningur og fjárhagsáætlun var samþykkt.

Árni Stefán Ásgeirsson kynnti afreksstefnu HNÍ 2018-2020 en sú vinna er nú á fyrstu stigum. Var sú afreksstefnan sem stjórn lagði fyrir samþykkt með breytingartillögum frá ÍSÍ fyrir utan nokkur atriði sem stjórn var falið að vinna frekar að áður en afreksstefnu yrði skilað inn.

Afreksstefnuna má lesa hér.


Heading 1

bottom of page