- HNÍ
- May 3, 2021
Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram sunnudaginn 2.maí í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi 6 í Reykjavík. Engar breytingar voru á lögum HNÍ en samþykktar voru breytingar á nýrri gjaldskrá HNÍ sem verður birt síðar í dag. Ársreikningur og fjárhagsáætlun var samþykkt.
Ný stjórn var kjörin. Almar Ögmundsson hélt sæti sínu sem formaður sambandsins. Með honum voru endurkjörin í stjórn Birna Árnadóttir og Jafet Örn Þorsteinsson. Nýjir stjórnarmeðlimir eru þær Marta María Kristjánsdóttir og hún Margrét Guðrún Svavarsdóttir. Þar með hætta í stjórn Steinunn Inga Sigurðardóttir meðstjórnandi og Baldur Hrafn Vilmundarson meðstjórnandi. Stjórn HNÍ þakkar þeim góð störf og gott samband síðastiðin ár. Varamenn voru kosnar þær Ásdís Rósa Gunnarsdóttir og Steinunn Inga Sigurðardóttir.
Ásdís Rósa Gunnarsdóttir, fyrrum formaður HNÍ, hlaut gullmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf sem formaður sambandsins sem afhent var af honum Andra Stefánssyni, Sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.

Á myndinni hér fyrir ofan eru þau Ásdís Rósa, fyrrum formaður HNí og Andri Stefánsson, Sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.