top of page
LOGO.png

FRÉTTIR


ree

Síðasta laugardag fór fram síðasta bikarmót í bikarmótaröð Hnefaleikasambandi Íslands.

Mótið var haldið í húsakynnum HFR í Keflavík og voru þar fjórar viðureignir. Í Desember verður svo haldið lokahóf fyrir keppendur þar sem bikarmeistarar verða tilkynntir. Hér fyrir neðan eru svo niðurstöður viðureignanna:


Aron Haraldsson (HFH) vs. Hafþór Magnússon (HFH) kepptu í U17 catchweight 68 kg flokki karla. Aron Haraldsson tók sigur.

Jón Marteinn (ÆSIR) vs. Hákon Garðarsson (HR) kepptu í U19 -75 kg flokki karla. Hákon Garðarsson tók sigur.

Stefán Blackburn (ÆSIR) vs. Daniel Brynjar (ÆSIR) kepptu í Elite +92 kg flokki karla. Stefán Blackburn tók sigur.

Arnór Már Grímsson (HFH) vs. Baldur Hrafn (HR) kepptu í Elite -75 kg flokki karla. Arnór Már Grímsson tók sigur.




Síðasta laugardag hélt Davíð Rúnar Bjarnarson, þjálfari hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur upp á glæsilegt ólympískt hnefaleikamót í Kaplakrika. Mikið af efnilegu hnefaleikafólki tóku þátt á mótinu og voru í heildina tólf mjög flottar viðureignir. Á mótinu kepptu einnig tveir Írskir hnefaleikamenn frá Crumlin BC sem komu til Íslands aðeins til að keppa á mótinu og þeir kepptu við þá Steinar Thors og Emin Kadri. Að móti loknu voru gefnir veglegir vinningar fyrir flottasta Junior bardaga kvöldins, flottasta bardaga kvöldins og síðast en ekki síst hnefaleikamanns kvöldins.

Þeir Mikael Hrafn (HR) og Ísak Guðnason (HFK) hlutu verðlaun fyrir flottasta Junior bardaga kvöldins og þeir Jón Marteinn (ÆSIR) og Hákon Garðarsson (HR) hlutu verðlaun fyrir flottasta bardaga kvöldins. Að lokum þá varð hann Steinar Thors (HR) valin hnefaleikamaður kvöldsins eftir gríðarlega flottan bardaga við Michael McCrane (Crumlin BC).


Hér fyrir neðan eru niðurstöður viðureignanna:


  1. Erika Nótt (HR) vs. Hildur Kristín (HR) kepptu í U17 -54kg flokki kvenna. Hildur Kristín tók sigur að dómaraákvörðun

  2. Mikael Helgason (HR) vs. Ísak Guðnason (HFK) kepptu í U17 -67 kg flokki karla . Mikael Helgason tók sigur eftir klofna dómaraákvörðun.

  3. Ólíver Örn (HR) vs. Aron Haraldsson (HFH) kepptu í U17 -71 kg flokki karla. Ólíver Örn tók sigur að dómaraákvörðun

  4. Hákon Garðarsson (HR) vs. Jón Marteinn (ÆSIR) kepptu í U19 -75 kg flokki karla. Jón Marteinn tók sigur eftir klofna dómaraákvörðun.

  5. Róbert Merlín (HR) vs. Arthur Poloveevs (BOGATÝR) kepptu í Elite -75 kg flokki karla. Arthur Poloveevs tók sigur að dómaraákvörðun.

  6. Aron Franz (HR) vs. Úlfur Ísfeld (BOGATÝR) kepptu í Elite -75 kg flokki karla. Aron Franz tók sigur að dómaraákvörðun.

  7. Ólíver Hólm (HFH) vs. Edgar Zarkevics (BOGATÝR) kepptu í Elite -86 kg flokki karla. Edgar Zarkevics tók sigur að dómaraákvörðun.

  8. Haraldur Hjalti (HFR) vs. Raivis Katens (BOGATÝR) kepptu í Elite -86 kg flokki karla. Raivis Katens tók sigur í annari lotu eftir að bardagi var stöðvaður.

  9. Elmar Gauti Halldórsson (HR) vs. Þorsteinn Helgi (ÆSIR) kepptu í Elite -86 kg flokki karla. Elmar Gauti tók sigur að dómaraákvörðun.

  10. Emin Kadri (HFK) vs. Craig Kavanagh (Crumlin BC) kepptu í Elite -71 kg flokki karla. Emin Kadri tók sigur að dómaraákvörðun.

  11. Steinar Thors (HR) vs.Michael McCrane (Crumlin BC) kepptu í Elite -8 kg flokki karla. Steinar Thors tók sigur að dómaraákvörðun.


ree

Síðasta laugardag var annað bikarmót í bikarmótaröð Hnefaleikasambands Íslands. Fram kom mikið af stórglæsilegu hnefaleikafólki sem öll stóðu sig gríðarlega vel. Viðureignirnar voru mjög spennandi og þónokkrar ansi jafnar. Mótinu var streymt í gegnum Youtube rás Hnefaleikasambands Íslands þar sem hægt er að horfa á viðureignirnar aftur. En hér fyrir neðan eru niðurstöður allra viðureigna:


  1. Erika Nótt (HR) vs Hildur Kristín (HR) í -54kg flokki kvenna. Hildur Kristín sigraði að dómara ákvörðun.

  2. Nóel Freyr (HR) vs. Tefik Aziri (HFK) í -54kg flokki karla. Tefik Aziri tók sigur að dómara ákvörðun.

  3. Ísak Guðnason (HFK) vs. Mikael Hrafn (HR) í -67kg flokki karla. Mikael Hrafn tók sigur að klofni dómara ákvörðun.

  4. Hákon Garðarsson (HR) vs. Jón Marteinn (ÆSIR) í -75kg flokki karla. Hákon Garðarsson sigraði að dómara ákvörðun

  5. Tinna Von (HFK) vs. Zoe Bod (HR) í -64kg flokki kvenna. Zoe Bod tók sigur eftir tæknilegt rothögg í annarri lotu.

  6. Róbert Merlín (HR) vs. Bjarki Smári (HFK) í -75kg flokki karla. Bjarki Smári tók sigur að dómara ákvörðun.

  7. Aleksandr Baranos (ÆSIR) vs. Steinar Thors (HR) í -80kg flokki karla. Steinar Thors sigraði að dómara ákvörðun.

  8. Elmar Freyr (ÞÓR) vs. Magnús Kolbjörn (HFK) í +91kg flokki karla. Elmar Freyr tók sigur að dómara ákvörðun.

Heading 1

Hnefaleikasamband Íslands

Engjavegur 6, 104 Reykjavík 

Iceland

KT. 640806-0950 

hni@hni.is 

  • YouTube
  • Instagram
  • Facebook
bottom of page