LOGO.png

FRÉTTIR

  • HNÍ

Hnefaleikafélag Reykjaness mun halda mót í húsakynnum sínum að Vatnsnesvegi 9 í Reykjanesbæ föstudaginn 29. apríl næstkomandi. Á dagskrá eru viðureignir bæði í unglingaflokki og Elite og því ættu allir að finna eitthvað fyrir sig. Húsið opnar kl.18 og leikir hefjast kl.19.

#klúbbamót #HFR

  • HNÍ

Fyrsta ársþing Hnefaleikasambands Íslands verður haldið í Laugardalnum þann 21.maí næstkomandi kl.14. Verður þetta fyrsta ársþing nýstofnaðs sambands og því ber að fagna. Eftir þingið verður haldin kynning á því sem er í vændum í diplomahnefaleikum.

#Ársþing2016

  • HNÍ

Helgina 26. til 27. mars sl. sendi Hnefaleikasambandið út tvo keppendur ásamt þjálfurum þeirra á Norðurlandameistaramótið í hnefaleikum 2016. Var þetta í fyrsta skiptið sem Hnefaleikasamband Íslands sendir út keppendur fyrir Íslands hönd á mót, en hingað til hafa keppendur farið á eigin vegum eða í forsvari fyrir sín félög. Mótið var haldið í Svíðþjóð að þessu sinni, nánar tiltekið í nágrenni Gautaborgar, en norðurlandaþjóðirnar skiptast á að halda Norðurlandameistaramótið árlega. Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (27 ára), núverandi íslandsmeistari í Elite –60 kg flokki kvenna, keppti þar í Elite –54 kg flokki og kom heim með brons. Leikur hennar í undanúrslitum var stoppaður í annarri lotu vegna blóðnasa og bar Mia Bormander frá Svíðþjóð því sigur úr býtum þrátt fyrir jafna viðureign. Valgerður Guðsteinsdóttir (30 ára) keppti í Elite –64 kg kvenna kom heim með brons eftir hörkuviðureign í undanúrslitum á móti Ditte Frostholm frá Danmörku sem bar sigur af hólmi.

#NM2016