top of page
LOGO.png

FRÉTTIR


Í kvöld fór fram ein fyrri undanviðureign á Íslandsmeistaramóti í ólympískum hnefaleikum. Keppt var í einum þyngdaflokki, -75 kg. karla. Viðureignin var á milli Bjarna Ottósonar úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og Jóhanni Friðrik úr Hnefaleikafélaginu Æsir.

Bjarni Ottóson sem var í rauðu horni horni bar sigur úr bítum með einróma ákvörðun dómara eftir góða viðureign.

Bjarni er því kominn áfram í undanúrslit sem verða haldin laugardaginn 25 febrúar nk.í húsakynnum Mjölnis, Mjölniskastalanum við Flugvallaveg 3-3a, Reykjavík (Gamla Keiluhöllin) Eftirfarandi viðureignir munu fara fram.

Flokkur: Viðureignir:

-64 kg. karla Þórður Bjarkar úr Hnefaleikafélagi Kópavogs/

Fannari Þór úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur

-64 kg. karla Pawel Vscilowski úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur/

Bárður Lárusson úr Hnefaleikafélagi Kópavogs

-69 kg. karla Ásgrímur Egilsson úr Hnefaleikafélagi Kópavogs/

Þorsteinn Snær úr Hnefaleikafélagi Reykjaness

-75 kg. karla Arnór Már úr Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar/

Elmar Freyr úr Hnefaleikafélagi Akureyrar

-75 kg. karla Jafet Örn úr Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar/

Bjarni Ottóson úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur

-81 kg. karla Þorsteinn Helgi úr Hnefaleikafélagi Æsir/

Tómas E. Ólafssyni úr Hnefaleikafélagi Æsir

-91 kg. karla Kristján Kristjánsson úr Hnefaleikafélagi Kópavogs/

Hrólfur Ólafsson úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur

-91 kg. karla Rúnar Svavarsson úr Hnefaleikafélagi Kópavogs/

Stefán Hannesson úr Hnefaleikafélagi Æsir

Úrslit viðureigna ráða uppröðun viðureigna á úslitakeppni sunnudaginn 26. febrúar kl 15:00 í húsakynnum Mjölnis, Mjölniskastalinn, flugvallarvegi 3-3a, Reykjavík (gamla Keiluhöllin).

Ljósmynd: Gunnar Jónatansson

#ÍM2017 #Hnefaleikar


Valgerður Guðsteinsdóttir og Þorsteinn Helgi Sigurðarson hafa verið útnefnd sem hnefaleikafólk ársins 2016 af Hnefaleikasambandi Íslands HNÍ, en koma þau bæði frá Hnefaleikastöðinni Æsir. Valið fór fram á þann hátt að öll félög höfðu möguleika á að tilnefna keppendur úr sínum röðum og fengu þau svo öll útdeilt atkvæðum til kosninga.

Viljum við óska þem innilega til hamingju með árangurinn. Valgerður Guðsteinsdóttir er 31 árs og hefur æft hnefaleika frá árinu 2009. Valgerður er með 12 skráða bardaga en hefur keppt fleiri innanlands. Valgerður hefur keppt fjórum sinnum á Íslandsmeistaramóti og vann til gullverðlauna árið 2011 og 2013.Árið 2012 var hún einnig valin Hnefaleikakona ársins. Valgerður hefur einnig unnið gullverðlaun á erlendum stórmótum, en árið 2012 vann hún gull á ACBC í svíþjóð og árið 2013 á Galamóti í Nykobing Falster box club. Valgerður er búin að vera virk í hnefaleikum síðasta ár (2016) en hún varð önnur á Íslandsmeistaramótinu í febrúar eftir að dómara úrskurð eftir að stig stóðu jöfn eftir 4 lotur. Einnig keppti hún á Norðurlandameistaramótinu og varð þriðja. Valgerður er fyrirmynda íþróttakona og hefur sýnt afburði og aga í hnefaleikum frá því hún hóf æfingar. Þorsteinn Helgi Sigurðarson er 19 ára og nýr í íþróttinni. Þorsteinn hefur æft í aðeins eitt ár en á þessu eina ári hefur hann keppt átta sinnum. Hann er virkasti hnefaleikamaður ársins 2016 í ólympískum hnefaleikum. Honum hefur farið gífurlega fram með hverjum bardaganum og verið valinn boxari mótsins á mjög sterku móti á Ljósanótt. Hann telst auðveldlega sem einn af okkar sterkari upprennandi hnefaleikamönnum í dag.

Save


bottom of page