top of page
LOGO.png

FRÉTTIR

Eftir bikarmótið síðastliðinn laugardag var lögð fram ákæra vegna niðurstöðu í viðureigninni milli Hilmirs og Sævars. Hnefaleikasamband Íslands fékk þrjá óháða erlenda dómara til að yfirfara viðureignina og senda okkur þá niðurstöðu sem þeir töldu rétt. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að Hilmir hafi sigrað viðureignina. Við hjá HNÍ viljum því hér með leiðrétta niðurstöður viðureignarinnar og óska Hilmi Erni til hamingju með sigurinn.


ree

(mynd eftir Ásgeir Marteinsson)


Fyrsta bikarmót tímabilsins var haldið í hnefaleikastöðinni ÆSIR síðastliðinn laugardag. Á mótinu voru tíu viðureignir og ein þeirra var sýningar viðureign.

Mótið var ansi spennandi enda mikið af efnilegu hnefaleikafólki.


Fyrsta viðureign bikarmótsins var sýngarviðureign þar sem þær Sunje Henningsen (ÞÓR) og Erla María (HR) í -60kg flokki kvenna mættust. Báðar sýndu glæsilega tækni og viðureignin ansi jöfn en Sunje tók sigur að lokum.


Þær Erika Nótt (HR) og Hildur Kristín (HR) í -54kg flokki kvenna mættust svo í annarri viðureign mótsins og stóðu sig báðar mjög vel. Eftir flotta viðureign tók Erika sigur að lokum.


Í þriðju viðureigninni mættust þeir Tefik Aziri (HFK) og Nóel Freyr (HR) í -54 kg flokki karla. Þetta var mjög flott og spennandi viðureign og hann Tefik tók sigur að lokum.


Mikael Hrafn (HR) og Ísak Guðnason (HFK) mættust svo í fjórðu viðureign mótsins og voru að keppa í - 67 kg flokki karla. Báðir sýndu fram á flotta tækni og viðureignin mjög flott en Ísak tók sigur að lokum.


Þeir Hardam Kasman (HFK) og Ólíver Örn (HR) í -71 kg flokki karla mættust í fimmtu viðureign mótsins. Eftir mjög flotta viðureign tók Ólíver sigur.


Í sjöttu viðureign mótsins mættust þeir Jón Marteinn (HR) og Hákon Garðarsson (ÆSIR) í -75 kg flokki karla. Viðureignin var mjög spennandi og stóðu þeir sig báðir glæsilega. Hann Hákon tók þó sigur að lokum.


Í sjöundu viðureign mótsins mættust þær Kristín Sif (HR) og Hildur Ósk (HFR) í -74 kg flokki kvenna. Báðar sýndu fram á mjög flotta tækni og voru ansi jafnar en hún Kristín tók þó sigur að lokum.


Þeir Hilmir Örn (HR) og Sævar Ingi Rúnarsson (ÞÓR) í -70 kg flokki karla mættust svo í áttundu viðureign mótsins. Þetta var mjög spennandi viðureign enda þeir ansi jafnir en Sævar Ingi tók þó sigur að lokum.


Í næst síðustu viðureign mótsins mættust þeir Elmar Gauti (HR) og Þorsteinn Helgi (ÆSIR) í -86 kg flokki karla. Hann Elmar Gauti tók svo sigur að lokum eftir glæsilega viðureign.


Í síðustu viðureign mótsins mættust þeir Magnús Kolbjörn (HFK) og Stefán Blackburn (ÆSIR) í +91 kg flokki karla. Viðureignin var mjög spennandi og stóðu þeir sig báðir vel. Hann Magnús tók þó sigur að lokum.


Fyrsta bikarmót Hnefaleikasamband Íslands fer fram laugardaginn 4 september í húsakynnum Hnefaleikafélags Æsirs. Húsið opnar klukkan 12:00 og mótið hefst 13:00.

Fram koma margir efnilegir hnefaleikamenn og konur.

Takmarkaðir miðar í boði svo að fyrstur kemur og fyrstur fær! En mótinu verður þó einnig streymt í gegnum Youtube rás HNÍ.


Facebook event á mótið er: https://www.facebook.com/events/384402416627025?ref=newsfeed

Aðgangseyrir á mótið er 1500 kr.


Sóttvarnarfulltrúar Æsirs eru Vilhjálmur Hernandez og Kristófer Aron Vilhjálmsson


Sóttvarnarfulltrúi HNÍ er Birna Árnadóttir

ree

Heading 1

Hnefaleikasamband Íslands

Engjavegur 6, 104 Reykjavík 

Iceland

KT. 640806-0950 

hni@hni.is 

  • YouTube
  • Instagram
  • Facebook
bottom of page