Helgina 26. til 27. mars sl. sendi Hnefaleikasambandið út tvo keppendur ásamt þjálfurum þeirra á Norðurlandameistaramótið í hnefaleikum 2016. Var þetta í fyrsta skiptið sem Hnefaleikasamband Íslands sendir út keppendur fyrir Íslands hönd á mót, en hingað til hafa keppendur farið á eigin vegum eða í forsvari fyrir sín félög. Mótið var haldið í Svíðþjóð að þessu sinni, nánar tiltekið í nágrenni Gautaborgar, en norðurlandaþjóðirnar skiptast á að halda Norðurlandameistaramótið árlega. Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (27 ára), núverandi íslandsmeistari í Elite –60 kg flokki kvenna, keppti þar í Elite –54 kg flokki og kom heim með brons. Leikur hennar í undanúrslitum var stoppaður í annarri lotu vegna blóðnasa og bar Mia Bormander frá Svíðþjóð því sigur úr býtum þrátt fyrir jafna viðureign. Valgerður Guðsteinsdóttir (30 ára) keppti í Elite –64 kg kvenna kom heim með brons eftir hörkuviðureign í undanúrslitum á móti Ditte Frostholm frá Danmörku sem bar sigur af hólmi.
top of page
FRÉTTIR
- HNÍ
- Mar 25, 2016
Í morgun lagði af stað hópur frá Hnefaleikasambandinu á Norðurlandameistaramótið í hnefaleikum sem haldið er í Gautaborg um helgina. Í ár erum við með tvo keppendur, Elite kvenna í -54kg og -64kg flokki. Undanúrslit verða á laugardag og úrslit á sunnudag.
- HNÍ
- Feb 28, 2016
Úrslitakeppni Íslandsmeistaramóts í hnefaleikum fór fram laugardaginn 27 febrúar 2016. Var þetta mót fyrsta mót Hnefaleikasambands Íslands, en Hnefaleikasambandið var stofnað haustið 2015. Fjórar sýningarviðureignir voru sýndir úr hópi diplómakrakka, en ekki er valinn sigurveigari í þeim hópi. Í aðalkeppninni um íslandsmeistaratitilinn fóru fram þrjár viðureignir, en það var í -60 kg kvenna, -75 kg karla og -91 kg karla.
Íslandsmeistarar í hnefaleikum 2016 eru: Elite kvenna í -60 kg flokki
Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir, Hnefaleikafélagi Reykjavíkur
- gegn Valgerði Guðsteinsdóttur, Hnefaleikafélaginu Æsir
Eftir viðureign stóðu Valgerður og Ingibjörg jafnarað stigum og voru því úrslitin valin meðdómaraákvörðun. Elite karla í -75 kg flokki
Jafet Örn Þorsteinsson, Hnefaleikafélag Kópavogs - gegn Arnóri Má Grímssyni, Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar
Skipt ákvörðun dómara en Jafet stóð upp semsigurveigari.
Elite karla í -91kg flokki
Kritján Ingi Kristjánsson, Hnefaleikafélag Kópavogs
- gegn Rúnari Svavarssyni, Hnefaleikafélagi Kópavogs
Einhljóma ákvörðun dómara um sigur Kristjáns. Þá hlaut Jafet Örn svokallaðann Bensa bikar sem er farandbikar og tilheyrir þeim sem talið er að hafa staðið sig best í keppninni.
bottom of page