top of page
LOGO.png

FRÉTTIR

  • HNÍ
  • Oct 8, 2024

Elmar tapaði naumlega í undanúrslitum á klofnum dómaraúrskurði á alþjóðamótinu Dacal á Spáni.


Elmar Gauti Halldórsson, landsliðsmaður í hnefaleikum, vann til bronsverðlauna á Dacal World Cup nú fyrir skömmu. Hann vann viðureign gegn Jaume Andreu Fiol Ayovi  í -75 kg flokki og fór því í undanúrslit.


Elmar keppti því næst gegn Frakklandsmeistaranum Chadi Baraia, feiknarsterkur andstæðingur með mikla reynslu. Eftir hæga fyrstu lotu náði Elmar að sækja vel en að endingu endaði viðureignin með sigri Frakkans á klofnum dómaraúrskurði.


Elmar fór að loknu móti beint í að undirbúa næsta mót en næstu helgi mun hann keppa ásamt fjölmörgum Íslendingum í Hillerød.


Áfram Ísland!​



Elmar Gauti Halldórsson, landsliðsmaður í hnefaleikum, hefur vakið athygli ytra eftir sigur á feikna sterku hnefaleikamóti á Spáni. Fyrsti andstæðingur hans var Jaume Andreu Fiol Ayovi  í -75 kg flokki en eftir hörkubaráttu bar Elmar sigur úr bítum. Hann er því kominn í undanúrslit.


Dacal-heimsbikarmótið, einnig þekkt sem Minningarmót Enrique Rodríguez Cal, fer nú fram í Móstoles, rétt utan við Madrid á Spáni. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið og stendur það  yfir frá 23. til 29. september 2024. Mótið er haldið til heiðurs Enrique Rodríguez Cal, fyrsta hnefaleikamanninum frá Spáni sem vann til verðlauna á Ólympíuleikum, þar sem hann vann brons í München 1972.


Um 100 karl- og kvenboxarar frá um það bil tólf löndum keppa en á meðal þátttakenda eru Evrópumeistarar og Ólympíufarar frá löndum eins og Spáni, Frakklandi og Svartfjallalandi.


Á morgun keppir Elmar sína aðra viðureign en hann er bardagi númer 11 en þessi keppni er á vegum spænska hnefaleikasambandsins og er viðureignunum streymt á YouTube rás sambandsins í opnu streymi. Það verður því spennt



að fylgjast með gengi Elmars fyrir áhugamenn um hnefaleika og aðra.


Áfram Ísland!​




Landsliðmennirnir Elmar Gauti Halldórsson og Emin Kadri Eminsson kepptu um helgina á Haringey Box Cup í Alexandra Palace í London. Mótið er með þeim stærstu í Evrópu, keppt er í fimm hringjum og er kostað af DAZN.


Í útdrátti voru bæði Elmar og Emin dregnir beint í undanúrslit.

Elmar keppti fyrst á móti bretanum Henry Murray frá Wolerhampton og sigraði Elmar þá viðureign 3-2 og var því kominn áfram í úrslit.

Emin var næstur til keppni í undanúrslitum, hann keppti við Írann Terry McEntee en tapaði þeirri viðureign, Írinn vann svo mótið og varð það í þriðja sinn sem hann vann það.  


Elmar Gauti keppti til úrslita á sunnudeginum á móti Írskum 6 földum meistara, Elmar boxaði vel en reynslumeiri Írinn stóð uppi sem sigurvegarinn að lokum á dómaraúrskurði. 









Heading 1

Hnefaleikasamband Íslands

Engjavegur 6, 104 Reykjavík 

Iceland

KT. 640806-0950 

hni@hni.is 

  • YouTube
  • Instagram
  • Facebook
bottom of page