top of page
LOGO.png

FRÉTTIR



ree

Bikarmótaröð HNÍ fór af stað um helgina og var fyrsta umferð haldin í VBC, Kópavogi. Það voru þrettán bardagar á dagskrá en vegna veikinda þurfti að færa eina viðureign yfir á aðra umferð sem mun fara fram í húsakynnum HFH í Dalshrauni 10 þann 8. febrúar. Hnefaleikaunnendur fengu því 12 mjög flottar og jafnar viðureignir á laugardaginn var og má halda fast í vonina um að næstu keppnisdagar muni vera jafn spennandi og hástemdir.

Öflugir nýliðar

Það voru tólf keppendur á mótinu að berjast í fyrsta skipti. Það voru þeir Alan Alex Szelag (HFK), Volodymyr Moskwychov (HAK), Björn Helgi Jóhannsson (HR), Tomas Barsciavicius (HFH), Jökull Bragi Halldórsson (HR), Jakub Biernat (Þór), Hlynur Þorri Helguson (HFK), Viktor Örn Sigurðarson (HFK), Vitalii Korshak (Bogatýr), Dmytro Hrachow (Æsir), Demario Elijah (HFK) og Deimantas Zelvy (HFH).

Þrátt fyrir takmarkaða reynslu í hringnum var ekki að sjá að þessa drengi vantaði úthald, þor né persónuleika. Þarna mátti sjá nýliða frá öllum kimum landsins og mismunandi hnefaleikastíla sem mættust stál í stál í hágæðaskemmtun fyrir alla áhorfendur nær og fær. Mótið var í lifandi streymi á Youtube og er aðgengilegt þar inni á Icelandic Boxing-rásinni.

Úrslit fyrstu umferðarinnar ráðin og stigin í hús


Bikarmótaröðin er þriggja daga keppnismót þar sem keppendur safna stigum fyrir sigur og mætingu. Fást 10 stig fyrir sigra viðureignina og 5 stig fyrir að stiga í hringinn og keppa. Sá sem endar með flest stig eftir þrjá daga stendur uppi sem bikarmeistari og gerir tilkall í titilinn um hnefaleikakonung- eða drottningu í lok árs.


50 kg (U15) – Tristan Styff sigraði Hilmar Þorvaldsson með klofinni dómaraákvörðun.


57 kg (U15) – Alan Alex sigraði Sigurberg Einar með klofinni dómaraákvörðun.


60kg (U17)–Volodymyr Moskwychov sigraði Björn Helga með klofinni dómaraákvörðun.


66 kg (U17) – Arnar Jaki sigraði Arnar Geir með einróma ákvörðun dómara.


65 kg (66 kg U17) Jökull Bragi sigraði Tomas Barsciavicius með einróma ákvörðun dómara.


75 kg – Jakub Biernat sigraði Hlyn Þorra Helguson með einróma dómaraákvörðun


85 kg (U17) – Viktor Örn sigraði Adrian Pawlikowski - dómarinn stöðvaði bardagann vegna blóðnasa.


75 kg – Vitalii Korshak sigraði Steinar Bergsson með einróma dómaraákvörðun.


75 kg – Benedikt Gylfi Eiríksson sigraði William Þór Ragnarsson með einróma dómaraákvörðun.


80 kg – Dmytro Hrachow sigraði Demario Elijah Anderson með klofinni dómaraákvörðun.


90 kg+ Ágúst Davíðsson sigraði Deimantas Zelvys með klofinni dómaraákvörðun.


90 kg+ Magnús Kolbjörn sigraði Sigurjón Guðnason í lokaviðureigninni með einróma dómaraákvörðun.


Næsti dagur Bikarmótaraðarinnar fer fram 8. febrúar þar sem gert er ráð fyrir fimmtán bardögum þann daginn. Keppninni verður aftur streymt á Youtube í gegnum MMA Fréttir en við hvetjum alla til að gera sér ferð í Dalshraun 10 og upplifa stemninguna á staðnum.


Bikarmótaröð HNÍ fer af stað laugardaginn næstkomandi, 25. janúar. Þetta er í sjöunda skiptið sem mótaröðin er haldin og var slegið met í skráningu þátttakenda í þetta skiptið. Alls voru 50 manns skráðir til leiks og fengu allflestir viðureign á mótinu. Eins og venjan samanstendur mótaröðin af þremur keppnisdögum yfir sex vikna tímabil.


25. janúar í húsakynnum VBC í Kópavogi.


8. febrúar í húsakynnum HFH í Hafnarfirði.


22. febrúar í húsakynnum WCBA í World Class í Kringlunni.


Bikarmótaröðin er hugarfóstur Kolbeins Kristinssonar atvinnuboxara en hann er í hlutverki mótstjóra að þessu sinni og sér um að para saman bardaga með tilliti til reynslu og getu þátttakenda.


Viðureignir fyrsta keppnisdags raðast upp með eftirfarandi hætti:  


50kg (U15) – Tristan Styff (HFH) Vs. Hilmar Þorvaldsson (HR)


57kg (U15) – Alan Alex Szelag (HFK) Vs. Sigurbergur Einar Jóhannsson (HR)


60kg (U17)– Volodymyr Moskwychov (HAK) Vs. Björn Helgi Jóhannsson (HR)


66kg (U17)– Arnar Geir Kristbjörnsson (Þór) Vs. Arnar Jaki Smárason (HFK) 


65kg (66kg U17) – Tomas Barsciavicius (HFH) Vs. Jökull Bragi Halldórsson (HR)


65kg (66kg U17) – Kormákur Steinn Jónsson (HFK) Vs. Almar Sindri Daníelsson Glad (HAK)


75kg – Jakub Biernat (Þór) Vs. Hlynur Þorri Helguson (HFK)


85kg (U17) - Adrian Pawlikowski (HFH) Vs. Viktor Örn Sigurðsson (HFK)


75kg – Steinar Bergsson (ÆSIR) Vs.Vitalii Korshak (Bogatýr)


75kg – Benedikt Gylfi Eiríksson (HFH) Vs. William Þór Ragnarsson (HR)


80kg – Dmytro Hrachow (ÆSIR) Vs. Demario Elijah Anderson (HFK)


90kg+ Deimantas Zelvys (HFH) Vs. Ágúst Davíðsson (Þór)


90kg+ Sigurjón Guðnason (Bogatýr)Vs. Magnús Kolbjörn Eiríksson (HFK)


Hnefaleikaárið hefst með fyrsta degi bikarmótaraðarinnar 25. janúar og má eiga von á glæsilegum bardögum þar sem reyndir keppendur mætast í bland við nýliða sem eru að taka sín fyrstu skref. Komandi kynslóð hnefaleikafólks er einstaklega hæfileikarík og spennandi og hvetjum við alla til að mæta á staðinn og skemmta sér vel á einstöku móti. 


Hnefaleikasamband Íslands hefur valið hnefaleikafólk ársins 2024, og að þessu sinni hlutu Elmar Gauti Halldórsson og Erika Nótt Einarsdóttir titilinn. Þessi viðurkenning er veitt þeim sem hafa skarað fram úr í hnefaleikum á árinu og er valið í höndum aðildarfélaga Hnefaleikasamband Íslands..

Bæði Elmar og Erika koma úr röðum Hnefaleikafélags Reykjavíkur. Þetta er í annað sinn sem bæði hljóta titilinn, þar sem Elmar var valinn árið 2023 og Erika árið 2022.



Elmar Gauti Halldórsson – Hnefaleikamaður ársins 2024

Elmar Gauti Halldórsson, 27 ára, hefur náð framúrskarandi árangri undanfarin ár bæði hérlendis og erlendis. Á árinu 2024 keppit hann 13 sinnum og sigraði 8 þeirra viðureigna. Meðal helstu afreka hans á árinu má nefna sigur í fjórðungsúrslitum á Dacal World Championships á Spáni, þar sem hann vann til verðlauna, fyrstur Íslendinga sem keppandi á alþjóðamóti í flokki fullorðinna en um er að ræða gríðarlega sterkt mót.

Elmar vann einnig gull á HSK Box Cup í A-flokki og silfur á Haringey Box Cup, stærsta hnefaleikamóti Englands, þar sem hann sigraði í undanúrslitum en tapaði í úrslitum. Auk þess keppti hann tvisvar á Icebox-mótum og sigraði í báðum viðureignum, ásamt því að verja Íslandsmeistaratitilinn með stæl í vor.

Elmar fór í sex keppnisferðir og tvær æfingaferðir erlendis á árinu, sem undirstrikar þá miklu vinnu og metnað sem hann hefur sýnt á því ári sem er að líða.. Hann er sannarlega vel að þessari nafnbót kominn og er fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir í íþróttinni.

ree


Erika Nótt Einarsdóttir – Hnefaleikakona ársins 2024

Erika Nótt Einarsdóttir, 18 ára, hefur æft hnefaleika frá unga aldri og staðið sig með glæsibrag. Á árinu 2024 keppti hún í 6 viðureignum, sigraði 3 þeirra, varð haustbikarmeistari og sigraði einn af tveimurviðureignum sínum á Icebox-mótum.

Erika gerði sér einnig lítið fyrir og braut blað í íslenskri hnefaleikasögu með því að vinna gullverðlaunum á Norðurlandamótinu, þar sem hún sigraði Arina Vakiili frá Svíþjóð. Þetta var í fyrsta skipti sem íslenskur keppandi vinnur gull á Norðurlandamóti.

Framundan er stórt ár fyrir Eriku, þar sem hún keppir í fyrsta sinn í flokki fullorðinna. Hún hefur þegar skipulagt æfingar í þremur mismunandi löndum til að undirbúa sig sem best. Erika hefur sett sér háleit markmið og er staðráðin í að leggja allt í sölurnar til að ná langt í greininni.

Erika hefur jafnframt verið hvatning fyrir ungar stúlkur sem vilja feta í hennar fótspor, og með sinni frammistöðu sýnir hún að allt sé mögulegt í hnefaleikum. Hún er virkilega flott fyrirmynd og vel að titlinum komin.


ree

Hnefaleikasamband Íslands óskar þeim Elmari Gauta Halldórssyni og Eriku Nótt Einarsdóttur innilega til hamingju með valið og óskar þeim farsældar og áframhaldandi árangurs á komandi árum!





Heading 1

Hnefaleikasamband Íslands

Engjavegur 6, 104 Reykjavík 

Iceland

KT. 640806-0950 

hni@hni.is 

  • YouTube
  • Instagram
  • Facebook
bottom of page