top of page
LOGO.png

FRÉTTIR

  • HNÍ


Hnefaleikasamband Íslands hélt síðastliðinn sunnudag lokahóf þar sem krýndir voru bikarmeistarar HNÍ 2021 ásamt hnefaleikafólki ársins 2021.

Fyrsta kona sem hlaut verðlaun fyrir fyrsta sæti í bikarmótaröð HNÍ var hún Hildur Kristín (HR). Hún var stigahæst í -54kg flokki U17 kvenna og varð því bikarmeistari í sínum flokki. Erika Nótt (HR) var síðan næst á eftir með 20 stig í sama flokki og hlaut því verðlaun fyrir annað sæti.

Í flokki U17 -54kg karla voru þeir Tefik Aziri (HFK) og Nóel Freyr (HR) sem báðir hafa sýnt framúrskarandi árangur á tímabilinu. En hann Tefik Aziri var þó stigahærri með 18 stig og tók því fyrsta sæti og varð því bikarmeistari í þessum flokki. Nóel Freyr var með 10 stig og var því í öðru sæti.

Næsti flokkur var U17 -67kg karla og þar sem þeir Mikael Hrafn (HR) og Ísak Guðnason (HFK) kepptu um bikarmeistaratitilinn á þessu tímabili. Báðir stóðu sig mjög vel á tímabilinu en Mikael var aðeins stigahærri með 25 stig og tók því fyrsta sæti og varð bikarmeistari í þessum flokki. Ísak Guðnason tók annað sætið með 20 stig.

Í flokki U17 -71kg karla voru þeir Aron Haraldsson (HFH) og Ólíver Örn (HR) sem börðust um bikarmeistaratitil á þessu tímabili. Hann Ólíver var þó stiga hærri með 20 stig á tímabilinu og hlaut því verðlaun fyrir fyrsta sæti og tók bikarmeistaratitilinn í þessum flokki. Aron hlaut svo verðlaun fyrir annað sæti með 8 stig.

Í næsta flokki voru þeir Hákon Garðarsson (HR) og Jón Marteinn (ÆSIR) sem kepptu í U19 -75kg flokki karla. Þeir voru ansi jafnir á tímabilinu en hann Hákon var þó aðeins stiga hærri með 25 stig og tók því sigur í þessum flokki og varð því bikarmeistari. Hann Jón hlaut svo verðlaun fyrir annað sæti með 20 stig.

Í flokki Elite -75 kg karla var hann Bjarki Smári (HFK). Bjarki stóð sig gríðarlega vel á tímabilinu og vann bikarmeistaratitilinn í sínum flokki með 13 stig.

Þar á eftir í flokki Elite -80kg karla var hann Steinar Thors (HR). Steinar sýndi framúrskarandi árangur á tímabilinu og varð bikarmeistari í sínum flokki með 13 stig.

Síðasti flokkur var Elite -86kg karla þar sem þeir Elmar Gauti (HR) og Þorsteinn Helgi (ÆSIR) kepptu um bikarmeistaratitilinn á tímabilinu. Elmar Gauti var stiga hærri á tímabilinu með 20 stig og tók því bikarmeistaratitilinn á þessu tímabili. Hann Þorsteinn Helgi tók svo annað sætið í þessum flokki með 10 stig.

Hnefaleikafélag Reykjavíkur var með flesta sigurvegara í bikarmótaröðinni og vann því farandsbikar bikarmótaraðarinnar árið 2021.


Hnefaleikakona og hnefaleikamaður ársins voru einnig tilkynnt á lokahófinu síðastliðinn sunnudaginn. Hún Hildur Kristín var valin hnefaleikakona ársins og átti það svo sannarlega skilið. Hildur byrjaði að keppa í ólympískum hnefaleikum á þessu ári en hefur þó strax sýnt framúrskarandi árangur í íþróttinni. Hún hefur á árinu orðið Bikarmeistari og Íslandsmeistari í sínum flokki ásamt því að vera valin besta hnefaleikakonan í hringnum á Hilleröd í Danmörku.

Hann Mikael Hrafn var svo valin hnefaleikamaður ársins og átti það einnig svo sannarlega vel skilið. Mikael byrjaði einnig að keppa í ólympískum hnefaleikum á árinu og sýnt glæsilegan árangur í íþróttinni. Mikael varð Bikarmeistari og Íslandsmeistari í sínum flokki ásamt því að vera valin besti hnefaleikamaður í hringnum sem hann keppti í á Hilleröd í Danmörku.


Við viljum óska öllum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá ykkur aftur á næsta ári.



Íslandsmeistaramót Íslands í hnefaleikum fór fram um helgina í húskynnum hnefaleikafélags Kópavogs.

Keppt var í einum þyngdarflokk kvenna og sex þyngdarflokkum karla. Ljóst var að Íslandsmeistaramótið stefndi í spennandi mót þar sem mikið af ungu og efnilegu hnefaleikaköppum voru skráð til móts.


Tvær undanviðureiginir voru á mótinu og voru þær haldnar á laugardeginum.

Í -67kg U17 karla flokki kepptu Ísak Guðnason (Hnefaleikafélag Kópavogs) og Aron Haraldsson (Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar). Aron Haraldsson sigraði og fór því áfram í úrslit á sunnudeginum.

Í -71kg Elite karla flokki kepptu Sævar Ingi (Hnefaleikadeild Þór) og Hilmir Þór (Hnefaleikafélag Reykjavíkur). Hilmir Þór sigraði viðureignina á laugardeginum og fór því áfram í úrslit á sunnudeginum.


Á sunnudeginum fór fram úrslit Íslandsmeistaramóts Hnefaleikasamband Íslands árið 2021.

Í -54kg U17 kvenna flokki öttu kappi Hildur Kristín og Erika Nótt báðar frá Hnefaleikafélag Reykjavíkur. Viðureignin var mjög jöfn og flott, báðar sýndu glæsilega tækni en að endanum fór sigur til Hildar Kristínar á klofni dómaraákvörðun.


Í -54kg U17 karla flokki mættust Tefik Aziri (Hnefaleikafélag Kópavogs) og Noel Freyr (Hnefaleikafélag Reykjavíkur). Þetta var mjög flott viðureign þar sem Tefik sýndi glæsilega takta og var virkari hnefaleikamaðurinn í hringnum. Tefik sigraði viðureigina á einróma dómaraákvörðun


Í -67kg U17 karla flokki mættust Mikael Hrafn (Hnefaleikafélag Reykjavíkur) og Aron Haraldsson (Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar). Báðir hnefaleikamenn gríðarlega efnilegir og sýndu í hverju sér býr í jafnri og spennandi viðureign. Að lokum tók Mikael Hrafn sigurinn á einróma dómarákvörðun og var einnig valinn hnefaleikamaður mótsins og fékk því afhentan Bensabikarinn til varðveislu að næsta Íslandsmeistaramóti.


Í -75kg U19 karla flokki mættust Jón Marteinn (Hnefaleikafélagið Æsir) og Hákon Garðarsson (Hnefaleikafélag Reykjavíkur). Eftir flotta viðureign tók Hákon sigurinn á einróma ákvörðun.


Í -71kg Elite karla flokki mættust Emin Kadri (Hnefaleikafélag Kópavogs) og Hilmir Þór (Hnefaleikafélag Reykjavíkur). Báðir hnefaleikamenn sýndu framúrskarandi tækni og buðu uppá flotta viðureign, dómara voru allir sammála um sigur til Emins Kadri.


Í -75kg Elite Karla flokki mættust svo Baldur Hrafn (Hnefaleikafélag Reykjavíkur) og Bjarki Smári (Hnefaleikafélag Kópavogs). Viðureigin var mjög hörð og báðir aðilar sýndu mikið hjarta allar þrjár loturnar. Að endanum sigraði hann Baldur á einróma ákvörðun.

Í +92kg Elite Karla flokki mættust svo Elmar Freyr (Hnefaleikadeild Þórs) og Stéfan Blackburn (Hnefaleikafélagið Æsir). Í síðustu viðureign dagsins mættust svo stóru strákanir, viðureigin var skemmtilegt og eftir mikinn dans fór sigurinn til Elmars á einróma dómaraákvörðun.



Íslandsmeistaramót HNÍ verður haldið helgina 27-28 nóvember, í húsakynnum HFK að Smiðjuvegi 28, 200 Kópavogi. Undanúrslit verða á laugardeginum og úrslit á sunnudeginum.

Vegna samkomutakmarkana verða aðeins takmarkaðir miðar í boði en við munum vera með streymi í gegnum https://uppkast.is fyrir þá sem ekki ná miða eða komast ekki á staðinn! Linkurinn að streyminu kemur inn seinna.

Heading 1

bottom of page