top of page

LEYFI TIL MÓTAHALDS

Félög, íþróttabandalög eða héraðssambönd skulu senda beiðni um að fá að halda mót a.m.k. með mánaðar fyrirvara til HNÍ til samþykktar. Þetta nær til allra móta.

Fyrir hvert tímabil er haldinn fundur með öllum félögum þar sem mótadagskrá fyrir komandi tímabil er sett upp. Allar breytingar á dagsetningum skal tilkynna til mótanefndar.

Mótshaldari þarf að sjá til þess að eftirfarandi starfsmenn móts mæti til leiks; mótsstjóri, umsjónarmaður, stigadómarar, hringdómari, tímavörður og læknir.

ALDURS- OG GETUFLOKKAR

Byrjendaflokkur karla:

Karlar 19 – 40 ára sem lokið hafa undir 4 viðureignum í ólympískum hnefaleikum.

Byrjendaflokkur kvenna:

Konur 19 – 40 ára sem lokið hafa undir 4 viðureignum í ólympískum hnefaleikum.

Elite flokkur karla:

Karlar 19 – 40 ára sem lokið hafa  4 viðureignum í ólympískum hnefaleikum.

Elite flokkur kvenna:

Konur 19 – 40 ára sem lokið hafa 4 viðureignum í ólympískum hnefaleikum.

Ungmennaflokkur karla:

(Youth) Strákar 17 – 18 ára.

Ungmennaflokkur kvenna:

(Youth) Stúlkur 17 – 18 ára.

Unglingaflokkur karla:

(Junior) Strákar 15 – 16 ára.

Unglingaflokkur kvenna:

(Junior) Stúlkur 15 – 16 ára.

ÞYNGDARFLOKKAR

FÉLAGSMÓT

Félagsmót eru haldin af félögum innan vébanda HNÍ. Viðureignir félagsmóta eru almennt paraðar og fara fram á einum degi. Annað keppnisfyrirkomulag á félagsmótum er leyfilegt, en skal það vel auglýst og tryggt að keppendur og þjálfarar viti af breyttu fyrirkomulagi.

Allir þeir sem hafa gilda þátttökubók frá HNÍ og eru skráðir í hnefaleikafélag innan vébanda HNÍ hafa þátttökurétt á félagsmótum.

 

Í flokkum Elite karla og kvenna og ungmennaflokki karla og kvenna skal keppt í þremur lotum og skal hver lota vera þrjár (3) mínútur.

Í flokkum unglinga skulu lotur vera þrjár (3) og skal hver lota vera tvær (2) mínútur.

Einnar mínútu hvíldarhlé er á milli lota í öllum flokkum.  Ekki er heimilt að bæta við aukalotum.

BYRJENDAMÓT

Byrjendamót eru haldin af mótanefnd HNÍ. Viðureignir byrjendamóta eru alltaf paraðar og fara fram á einum degi.

Þeir sem hafa gilda keppnisbók frá HNÍ, eru skráðir í hnefaleikafélag innan vébanda HNÍ og hafa skráðar færri en 4 viðureignir í ólympískum hnefaleikum,  hafa þátttökurétt á byrjendamótum.

 

Í byrjendaflokkum eru loturnar þrjár (3) og skal hver lota vera tvær (2) mínútur. Einnar mínútu hvíldarhlé er á milli lota í öllum flokkum. Ekki er heimilt að bæta við aukalotum.

FÉLAGSMÓT: ÁBYRGÐIR OG HLUTVERK

Mótshaldari ber ábyrgð á eftirfarandi verkefnum.

  • Fullnægjandi keppnisaðstaða, eins og reglur HNÍ kveða á um.

  • Umgjörð mótsins. Undir það falla kynnir móts, læknir, tímavörður, keppnisbúnaður og aðrir starfsmenn móts.

  • Setja skal upp skjal til þess að setja saman viðureignir.

  • Ef mótshaldari vill að fullu sjá um leikjauppsetningu þá þarf hann að láta HNÍ vita. Að öðru leyti aðstoðar starfsmaður HNÍ við leikjauppsetningu.

HNÍ ber ábyrgð á eftirfarandi verkefnum.

  • Finna hring- og stigadómara.

  • Finna umsjónarmann (e. supervisor)

  • Finna ritara.

  • Koma með skjöl og skýrslur er við koma móti.

bottom of page