Hnefaleikamót til heiðurs Guðmundar Arasonar á vegum Hnefaleikasambands Íslands fer fram helgina 22. - 23. maí, bæði laugardag og sunnudag í húsakynnum Hnefaleikafélag Kópavogs. Húsið opnar 13:00 og mótið hefst 14:00 báða dagana. Fram kemur mikið af efnilegu hnefaleikafólki.
Guðmundur Arason stundaði hnefaleika frá 14 ára aldri þar til hann varð 85. Hann barðist í 45 ár fyrir lögleiðingu hnefaleika á Íslandi.
Aðgangseyrir á mótið er 1000 kr.
Comments