top of page

STARFSMENN MÓTA

STIGADÓMARI

Á innanlandsmótum, þar með töldum félagsmótum, byrjendamótum og íslandsmeistaramótum, skulu stigadómarar hafa gengist undir dómaranámskeið á vegum HNÍ og hafa gilda dómarabók útgefna af HNÍ sbr. kafla 8.2. í Regluverki HNÍ. Erlendir dómarar skulu uppfylla samsvarandi skilyrði hjá sínu landssambandi.

Á alþjóðlegum AIBA mótum skulu dómarar hafa að lágmarki 1 AIBA stjörnu og hafa gilda AIBA dómarabók. Að öðru leyti er vísað í Tæknireglur AIBA og Keppnisreglur AIBA.

 

Reglur um hlutleysi stigadómara er að finna í 4.1.2. gr í Regluverki HNÍ.

 

Reglur um hagsmunaárekstra stigadómara er að finna í 4.1.3. gr í Regluverki HNÍ.

 

Þrír af fimm stigadómurum dæma hvern leik. Allir fimm stigadómararnir skulu sitja við þrjár hliðar hringsins eins og fram kemur í uppsetningu skv. Keppnisreglum AIBA sbr. grein 2.1.8. í Regluverki HNÍ. Ef ekki nást fimm stigadómarar á innanlandsmótum mega þeir vera færri, en þó aldrei færri en þrír.

UMSJÓNARMAÐUR

Útnefna þarf umsjónarmann á öll mót sem haldin eru af HNÍ eða félögum innan vébanda HNÍ. Nánar um hæfi umsjónarmanns er að finna í 4.4.1. gr í Regluverki HNÍ.

 

Umsjónarmaður ber ábyrgð á öllum ákvörðunum sem gerðar eru á þeim viðburði sem hann er skráður fyrir. Nánar um skyldur umsjónarmanns er að finna í 4.4.2 gr Regluverks HNÍ.

HRINGDÓMARI

Á innanlandsmótum, þar með töldum félagsmótum, byrjendamótum og íslandsmeistaramótum, skulu hringdómarar hafa hringdómararéttindi frá HNÍ og hafa gilda dómarabók útgefna af HNÍ sbr. kafla 8.2. í reglum þessum. Erlendir dómarar skulu uppfylla samsvarandi skilyrði hjá sínu landssambandi.
Á alþjóðlegum AIBA mótum skulu dómarar hafa að lágmarki 1 AIBA stjörnu og hafa gilda AIBA dómarabók. Að öðru leyti er vísað í Tæknireglur AIBA og Keppnisreglur AIBA.

 

Reglur um hlutleysi hringdómara er að finna í 4.2.2. gr í Regluverki HNÍ.

 

Reglur um hagsmunaárekstra hringdómara er að finna í 4.2.3. gr í Regluverki HNÍ.

 

Umsjónarmaður tilnefnir hringdómara fyrir hvern leik og skal hringdómarinn stýra hverjum leik. Megináhersla hringdómarans skal vera að vernda heilsu keppenda.

 

Reglur um skyldur hringdómara er að finna í 4.2.7. gr í Regluverki HNÍ.

TÍMAVÖRÐUR

Tímavörður skal sitja við hringinn.

 

Aðalskylda tímavarðar er að tilkynna lotufjöldann, lengd lotu og hvíldarhléa á milli þeirra. Hvíldarhlé á að vera ein mínúta. Nánar um skyldur tímavarðar er að finna í 4.3.2. gr í Regluverki HNÍ.

LÆKNIR

Mótslæknir skal hafa lokið kandídatsári og vera með gilt starfsleyfi í því landi sem keppni fer fram.

Nánar um skyldur mótslæknis er að finna í kafla 4.5 í Regluverki HNÍ.

bottom of page