top of page

HLUTGENGI ÞJÁLFARA

FÉLAGSMÓT & BYRJENDAMÓT

Þjálfari sem hornamaður skal vera skráður og samþykktur sem þjálfari hjá félagi innan  vébanda HNÍ.

Aðstoðarmenn skulu vera skráðir í félag innan vébanda HNÍ.

ÍSLANDSMEISTARAMÓT

Þjálfari sem hornamaður skal vera skráður og samþykktur sem þjálfari hjá félagi innan vébanda HNÍ. Að auki ber þjálfara að hafa lokið einnar stjörnu AIBA þjálfaranámskeiði hjá AIBA.

Aðstoðarmenn skulu vera skráðir og samþykktir sem þjálfarar hjá félagi innan vébanda HNÍ.

ALÞJÓÐLEG MÓT

Þjálfari sem hornamaður ásamt aðstoðarmönnum skulu vera skráðir og samþykktir sem þjálfarar hjá félagi innan  vébanda HNÍ.

Að auki ber þjálfara og aðstoðarmönnum að hafa lokið að lágmarki einnar stjörnu AIBA þjálfaranámskeiði hjá AIBA.

Einnig þurfa þjálfarar og aðstoðarmenn að uppfylla önnur þau skilyrði sem AIBA setur í reglum sínum.

Nánari upplýsingar um kröfur um hlutgengi þjálfara í alþjóðlegum mótum er að finna á heimasíðu AIBA.

bottom of page