top of page
LOGO.png

FRÉTTIR


Íslandmeistaramót í Hnefaleikum 2019 var haldið í nýjum húsakynnum Hnefaleikafélags Reykjaness nú fyrr í kvöld.

Ein undanviðureign var á mótinu og var hún haldin kl.11 eftir að dregið hafði verið í flokkinn. Þar drógust saman Fannar Þór Ragnarsson frá HR og Ásgrímur Egilsson frá HFK í -64kg flokki karla. Ágrímur stóð uppi sem sigurvegari á einróma dómaraákvörðun og fór því áfram í úrslit.

Úrslit mótsins fóru fram kl.18.

Fyrst var keppt í -81kg ungmennaflokki karla. Þar öttu kappi Karl Ívar Alfreðsson frá HAK og David Sienda frá HFR. David sigraði þar í öruggum leik.

Þá fór fram leikur í -60kg flokki kvenna. Þar fór Guðný Bernhard frá Æsi gegn Tinnu Von Waage frá HFK. Guðný sigraði þar á einróma dómaraákvörðun eftir harða rimmu.

Næst var keppt í -75kg flokki karla. Þar keppti Bjarni Ottósson frá HR gegn Arnóri Má Grímssyni frá HFH. Eftir mikinn dans fór Arnór með sigur á einróma dómaraákvörðun.

Fyrsti leikur eftir hlé var -75kg flokkur kvenna. Þar öttu kappi Kristín Sif Björgvinsdóttir frá HR og Hildur Ósk Indriðadóttir frá HFR. Hildur kom mjög sterk inn og sýndi að hún á heima í hringnum en þó ekki nóg til að vinna hina feykisterku Kristínu Sif sem stóð uppi sem sigurvegari á einróma dómaraákvörðun.

Næstsíðasti leikur mótsins var í -81kg flokki karla. Þar keppti Elmar Gauti Halldórsson frá HR gegn Hróbjarti Trausta Árnasyni frá HFK. Leikurinn var harður og feykijafn en sigurinn féll til Elmars Gauta á klofinni dómaraákvörðun.

Lokaleikur mótsins var síðan úrslit í -64kg flokki karla frá því um morguninn. Alexander Puchkov frá HR fór þar gegn Ásgrími Egilssyni frá HFK sem sigraði undanleikinn um morguninn. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og að lokum fór sigurinn til Ásgríms á einróma dómaraákvörðun.

Í lok móts var bæði valinn leikur mótsins og Bensabikarinn var afhentur þeim boxara sem talinn var hafa skarað fram úr á mótinu. Lokaleikur kvöldsins í -64 kg fl karla var valinn leikur mótsins og Arnór Már Grímsson fékk afhendan Bensabikarinn til varðveislu.


Emin Kadri Eminsson

Emin er 16 ára og hefur æft hnefaleika síðan hann var barn. Emin hefur verið að gera það gríðarlega gott í hnefaleikum erlendis og innanlands. Emin hefur sýnt það á árinu að hann sé einn efnilegasti og virkasti hnefaleikamaður landsins. Emin byrjaði árið á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokk og var valinn besti hnefaleikamaður Íslandsmeistaramótsins 2018. Í maí tók Emin þátt fyrir hönd Íslands á Boxam á Spáni sem er gríðarlega sterkt alþjóðamót þar sem 12 þjóðir tóku þátt og tryggði Emin Íslandi gullverðlaun þegar hann sigraði Spán í úrslitum og er því fyrsti Íslendingurinn sem sigrar alþjóðamót í hnefaleikum. Í september 2018 tók Emin Kadri þátt á Olaine Cup í Lettlandi sem er einnig alþjóðlegt mót þar keppti hann á móti Írlandi í undanúrslitum og sigraði Lettlands unglingameistarann í úrslitum. Emin sigraði Englending frá Romford BC á hnefaleikamóti HFK í nóvember og tveimur vikum síðar tók hann þátt á gríðarlega sterku alþjóðamóti Riga Open í Lettlandi. Emin sigraði Lettland í fyrsta bardaga enn tapaði móti Litháen í undanúrslitum. Það má segja með sönnu að Emin Kadri Eminsson sé einn efnilegasti hnefaleikamaður Íslands og sýnir staðfesta hans og ákveðni í að ná langt í íþróttinni í metnaði á æfingum og keppnum.

Kristín Sif Björgvinsdóttir

Kristín Sif er 35 ára og hefur æft hnefaleika undanfarin 3 ár.

Þrautseigju Kristínar þarf vart að nefna en hún er fyrirmyndaríþróttakona jafnt innan sem utan hringsins. Kristín hefur náð aðdáunarverðum árangri síðastliðið ár. Hún varð fyrsta íslenska konan til þess að sigra leik á Norðurlandamóti í hnefaleikum þar sem hún hneppti silfurverðlaun. Á Íslandi tókst Kristínu að sigra Margréti Sigrúnu Svavarsdóttur Íslandsmeistara, en þetta var í fyrsta skipti sem Íslendingur leggur Margréti af velli í hnefaleikaviðureign. Þegar Hnefaleikafélag Reykjavíkur tók á móti hinum grænlenska boxklúbb Nanoq þurfti Kristín að hafa sig alla við til þess að komast í þá vigt sem andstæðingurinn fór fram á. Hún hafði ætlað sér að keppa í 75kg flokki en þegar henni bárust þær fréttir að andstæðingurinn væri 70kg greip hún til sinna ráða og tókst að skera niður í 70kg fyrir bardagann þar sem hún sigraði með ótvíræðum brag gegn Ikitannguaq. Kristín hefur verið á lista á öllum mótum í ár en sökum skorts á andstæðingum hafa viðureignir verið færri en Kristín hefði kosið.

  • HNÍ
  • Feb 27, 2018

Íslandsmeistaramót Hnefaleikasambandsins fór fram um helgina í húsakynnum Hnefaleikafélags Reykjaness. Þar öttu kappi keppendur í 7 þyngdarflokkum, elite karla og kvenna ásamt ungmennum. Undanviðureignir á laugardeginum voru 3, ein í -64kg flokki karla og tvær í -75kg flokki karla.

Úrslit voru eftirfarandi:

-64kg flokkur karla

Alexander Punchkov (HR) - Fannar Ragnarsson (HR)

Alexander sigrar á klofinni dómaraákvörðun (2-1) og fór því í úrslit.

-75kg flokkur karla

Bjarni Ottósson (HR) - Jóhann Fr. Karlsson (ÆSIR)

Bjarni sigrar með einróma ákvörðun dómara (3-0) og fór því í úrslit. Jóhann leikur um bronsið.

Kristinn Godfrey Guðnason (ÆSIR) - Björn Snævar Björnsson (HFR)

Björn sigrar með einróma ákvörðun dómara (3-0) og fór því í úrslit. Kristinn leikur um bronsið.

Á sunnudeginum fóru fram 7 viðureignir, bæði úrslit og bronsviðureignir.

Úrslitin voru eftirfarandi: -64 kg flokkur ungmenna Emin Kadri Eminsson (HFK) - Máni Meyer (ÆSIR)

Emin sigar með tæknilegu rothöggi í byrjun þriðju lotu, er þetta annar Íslandsmeistara titill Emins, en fyrsti í flokki ungmenna. -64 kg flokkur karla Þórður Bjarkar (HFK) - Alexander Puchkov (HR)

Þórður Bjarkar sigrar með einróma ákvörðun dómara (5-0) og er því Íslandsmeistari í -64 kg annað árið í röð. -69 kg flokkur karla Ásgrímur Egilsson (HFK) - Daníel Alot (HR)

Ásgrímur sigrar með klofinni dómara ákvörðun (4-1) og er því Íslandsmeistari í -69 kg annað árið í röð. -75 kg flokkur karla Björn Snævar Björnsson (HFR) - Bjarni Ottóson (HR)

Björn Snævar sigrar með klofinni dómara ákvörðun (4-1) og er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill Björns síðan 2009. -75 kg flokkur kvenna Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir (HR) - Kristín Sif Björgvinsdóttir (HR) Ingibjörg sigrar með klofinni dómara ákvörðun (4-1). Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill Ingibjargar, sá fyrsti í -75 kg flokki. -81 kg flokkur karla Tómas Einar Ólafsson (HFK) - Magnús Marcin (HFR)

Tómas sigrar með klofinni dómara ákvörðun (4-1) og er því Íslandsmeistari í -81 kg annað árið í röð. -91 kg flokkur karla Kristján Kristjánsson (HFK) - Elmar Gauti Halldórsson (HR) Kristján sigrar með einróma ákvörðun dómara (5-0) og er því Íslandsmeistari í -91 kg þriðja árið í röð. Emin Kadri Eminsson var valinn boxari kvöldsins, og fékk því afhentan Bensa bikarinn til vörslu fram að næsta Íslandsmeistaramóti. Einnig var viðureign Emins og Mána valinn sú tæknilegasta.

Myndir er að finna hér á síðunni undir myndir og video er að finna á youtube rás HNÍ.

Heading 1

Hnefaleikasamband Íslands

Engjavegur 6, 104 Reykjavík 

Iceland

KT. 640806-0950 

hni@hni.is 

  • YouTube
  • Instagram
  • Facebook
bottom of page