top of page
LOGO.png

FRÉTTIR


(mynd eftir Ásgeir Marteinsson)



Fyrsta ólympíska boxmót ársins fór fram í Hnefaleikafélagi Reykjavíkur þann 27. febrúar og voru þar fimm viðureignir. Mótið var haldið í aðstöðu Mjölnis í öskjuhlíðinni.


Í fyrstu viðureign dagsins mættust þeir Ísak Guðnason og Mikael Hrafn og kepptu þeir í Junior flokki (unglingaflokki). Þeir sýndu báðir flotta tækni og voru nokkuð jafnir en svo fór að Mikael Hrafn sigraði að dómaraákvörðun.


Þeir Aron Franz og Ingimundur Árnason mættust svo í annari viðureign dagsins. Báðir voru að keppa í fyrsta sinn og var þetta mjög skemmtileg viðureign. Aron tók þó sigur að dómaraákvörðun eftir jafna og flotta viðureign.


Í þriðju viðureign dagsins mættust þeir Jón Marteinn og Mikhail Mikhailov. Þeir áttu ansi flottan bardaga en Jón sigraði að dómaraákvörðun. Hann Jón Marteinn var svo valinn boxari mótsins eftir framúrskarandi árangur í viðureigninni.


Kristín Sif og Hildur Ósk mættust í fjórðu viðureign kvöldsins. Þær sýndu báðar glæsilega tækni og var viðureignin afar jöfn en hún Kristín tók sigur að lokum eftir klofna dómaraákvörðun.


Í síðustu viðureign kvöldsins mættust þeir Elmar Gauti og Arnis Kopstals. Arnis lenti góðum höggum snemma og var nokkrum skrefum framar en Elmar í dag. Arnis sigraði að dómaraákvörðun í skemmtilegri viðureign.




-69 kg

Mikael Hrafn (HR) sigraði Ísak Guðnason (HFK) eftir einróma dómaraákvörðun.















(mynd eftir Ásgeir Marteinsson)


-75 kg

Aron Franz (HR) sigraði Ingimund Árnason (HFR) eftir einróma dómaraákvörðun.















(mynd eftir Ásgeir Marteinsson)


-69 kg

Jón Marteinn (Æsir) sigraði Mikhail Mikhailov (Æsir/Bogatyr) eftir einróma dómaraákvörðun.















(mynd eftir Ásgeir Marteinsson)


-75 kg

Kristín Sif (HR) sigraði Hildi Ósk (HFR) eftir klofna dómaraákvörðun.















(mynd eftir Ásgeir Marteinsson)


-91 kg

Arnis Kopstals (Æsir/Bogatyr) sigraði Elmar Gauta (HR) eftir einróma dómaraákvörðun.















(mynd eftir Ásgeir Marteinsson)




Mótinu var streymt á youtube rás Hnefaleikasambands Íslands, hér er slóð að streyminu:


Einnig er hægt að finna myndbönd af hverri viðureign fyrir sig inná youtube rás HNÍ:


Kara Guðmundsdóttir – Hnefaleikakona ársins 2020

Kara, sem fædd er árið 1993 og æfir hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur. Kara hefur æft hnefaleika í rúm 3 ár. Kara byrjaði árið á því að setja sér skýr markmið fyrir árið 2020 og hafði mikinn metnað fyrir því að ná sínum markmiðum.

Þótt metnaðurinn var mikill urðu tækifærin því miður ekki mörg vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 hafði á keppnishald á alþjóðlegum grundvelli. Í þann stutta tíma sem það var í boði að keppa náði Kara að tryggja sér gull í C flokki á Golden Girl Championships sem haldið var í Borås í Svíþjóð dagana 31. febrúar – 2. mars. Þar sigraði hún þrjár viðureignir á jafnmörgum dögum eftir einróma dómaraákvörðun í hverri viðureign. Varð hún þar með fyrsta íslenska konan sem kemur heim með gull eftir þetta sterka alþjóðamót.

Þetta var jafnframt fyrsta skiptið sem íslenskar hnefaleikakonur taka þátt í þessu sterka móti og er þetta því stór viðurkenning fyrir þessa metnaðarfullu íþróttakonu en ekki síður fyrir íslenska hnefaleika að koma heim með gullið.

Við teljum hana góða fyrirmynd fyrir hnefaleika og fylgjumst spennt með framtíð hennar í íþrótinni.



Emin Kadri Eminson – Hnefaleikamaður ársins 2020

Emin Kadri Eminsson er fæddur árið 2002 og æfir hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs. Emin hefur verið duglegur og gífurlega metnaðarfullur bæði við æfignar og keppnum undanfarin ár jafnt innan sem utanlands. Emin sem varð 18 ára á árinu og er einn efnilegasti og virkasti hnefaleikamaður landsins.

Í febrúar keppti Emin við sterkan breskan andstæðing frá Finchley & District Boxing Club á móti sem fór fram í Kópavogi. Emin hafði þar yfirburða stöðu og sigraði sína viðureign.

Fleiri mót voru á dagskrá hjá þessum unga hnefaleikamanni, þar á meðal vann hann sér inn þátttökurétt á Evrópumeistaramót ungmenna í Svartfjallalandi. Að sökum Covid-19 gat hann því miður ekki tekið þátt í ár. Þrátt fyrir niðurfellingum á mótum og erfiðar aðstæður þá hefur Emin ávallt sýnt einstaktan áhuga og vinnusemi gagnvart hnefaleikum og hefur á þessu ári farið í æfingarbúðir til Litháens, Lettlands og Svíþjóðar.

Við teljum hann góða fyrirmynd fyrir hnefaleika og fylgjumst spennt með framtíð hans í íþróttinni.


  • HNÍ

Ásþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram laugardaginn 3. október 2020 í húsakynnum ÍSÍ að Engateigi í Reykjavík. Breytingar lágu fyrir fund í lögum HNÍ er snéru að fjölda manns í stjórn og voru þær samþykktar. Einnig var samþykkt uppfærð Afreksstefna HNÍ til næstu tveggja ára. Engar breytingar voru gerðar á gjaldskrá HNÍ. Ársreikningur og fjárhagsáætlun var samþykkt.

Ný stjórn var kjörin og var Almar Ögmundsson kjörinn nýr formaður sambandsins. Með honum voru endurkjörnar í stjórn Birna Árnadóttir og Steinunn Inga Sigurðardóttir. Nýir stjórnarmenn voru kjörnir Baldur Hrafn Vilmundarson og Jafet Örn Þorsteinsson. Þar með hætta í stjórn Árni Stefán Ásgeirsson varaformaður og Rúnar Svavarsson meðstjórnandi. Stjórn HNÍ þakkar þeim góð störf og gott samstarf undanfarin ár. Varamenn voru kosnar Ásdís Rósa Gunnarsdóttir og Áslaug Rós Guðmundsdóttir. Þær þar með færa sig úr störfum formanns og ritara og er þeim þakkað þeirra góðu störf fyrir sambandið.



Heading 1

bottom of page