top of page
  • HNÍ

Bikarmót 2. september 2023



Laugardaginn 2.september hélt HNÍ fyrsta bikarmót í haust bikarmótaröðinni. Mótið var haldið í húsakynnum WCBA í Kringlunni 1. Það var talsverður fjöldi áhorfenda og gríðarlega góð stemning í húsinu. Viðureignir mótsins voru 12 talsins og var þetta í fyrsta skipti sem keppt var í U15 flokki, sem var samþykkt á síðasta ársþingi HNÍ.


Hér fyrir neðan eru svo niðurstöður viðureignanna:


1. Sölvi Steinn Hafþórsson (HFK) vs. Adrian Pawlikowski (HFH) í -75 kg flokki U15 Karla. Sölvi sigraði þessa viðureign 3-0.

2. Davíð Ísak Filipovic Karlsson (HFH) vs. Kristófer Ek Smithong Óðinsson (HFK) í -75 kg flokki U17 Karla. Kristófer sigraði þessa viðureign 2-1.

3. Eyþór Sturla Jóhannsson (HR) vs.Alejandro Cordova Cervera (HFH) í -80kg í flokki U17 Karla. Eyþór Sturla sigraði þessa viðureign 2-1.

4. Sveinn Sigurbjarnarson (ÞÓR) vs. Kristinn Jón Karlsson (HFK) í 80kg flokki U19 karla. Sveinn sigraði þessa viðureign 3-0.

5. Max Angelo Chang (GFR) Ebrahim (GFR) Elite Karlar í flokki -63.5kg Elite karla. Max sigraði þessa viðureign 3-0.

6. Hilmir Örn Ólafsson (HR) vs. Yonatan Francisco (GFR) í -71kg flokki Elite Karla. Hilmir sigraði þessa viðureign 3-0.

7. Íris Daðadóttir (HR) vs. Hildur Ósk Indriðadóttir (HFR) í -75kg flokki Elite konur. Íris sigraði þessa viðureign 3-0.

8. Samúel Þór Seastrand (HFH) vs. Michal Jablonski (HFK) -80kg flokki Elite Karla. Michal sigraði þessa viðureign eftir að dómari stöðvaði viðureignina í annarri lotu.


9. Remek Duda Maríusson (GFR) vs. Elmar Gauti Halldórsson (HR) í -80kg flokki Elite karla. Elmar sigraði þessa viðureign eftir að dómari stöðvaði viðureignina í annarri lotu.

10. Blazej Galant (GFR) vs. Andri Már Elvarsson (HFR) í -92kg flokki Elite karla. Blazej sigraði þessa viðureign 3-0.

11. Ágúst Davíðsson (ÞÓR) vs. Pétur Stanislav Karlsson (GFR) í +92kg flokki Elite karla. Pétur sigraði þessa viðureign eftir að dómari stöðvaði viðureignina í annarri lotu.

12. Kaloyan Tsvetkov(GFR) vs. Elmar Freyr Aðalheiðarson (ÞÓR) í +92kg flokki Elite karla. Elmar sigraði þessa viðureign eftir að dómari stöðvaði viðureignina í annarri lotu.

bottom of page