• HNÍ

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram fimmtudaginn 30. maí 2018 í húsakynnum ÍSÍ að Engateigi í Reykjavík. Engar breytingar lágu fyrir fund í regluverki HNÍ. Ný stjórn var kjörin og var Ásdís Rósa Gunnarsdóttir endurkjörin formaður sambandsins. Með henni voru endurkjörin í stjórn Árni Stefán Ásgeirsson (varafomaður) Jónas Heiðar Birgisson (gjaldkeri) og Áslaug Rós Guðmundsdóttir (ritari). Meðstjórnendur voru kosnir Sólveig Harpa Helgadóttir, Rúnar Svavarsson og Sigríður Birna Bjarnadóttir. Varamenn voru kosin Birna Árnadóttir, Ingólfur Þór Tómasson og Máni Borgarsson.

Engar breytingar voru gerðar á gjaldskrá HNÍ. Ársreikningur og fjárhagsáætlun var samþykkt.

Árni Stefán Ásgeirsson kynnti afreksstefnu HNÍ 2018-2020 en sú vinna er nú á fyrstu stigum. Var sú afreksstefnan sem stjórn lagði fyrir samþykkt með breytingartillögum frá ÍSÍ fyrir utan nokkur atriði sem stjórn var falið að vinna frekar að áður en afreksstefnu yrði skilað inn.

Afreksstefnuna má lesa hér.


  • HNÍ

Emin Kadri Eminsson sigraði spánverjann Jose Ramon Jimenez í -63kg flokki unglinga á Boxam, alþjóðlegu AIBA hnefaleikamóti, sem haldið var í Murcia á Spáni síðastliðna viku. Emin er staddur þar með tveimur öðrum íslenskum keppendum, Þórði Bjarkar og Kristjáni Inga Kristjánssyni og þjálfurum. Sigurinn landaði honum gullinu sem er það lengsta sem Íslendingur hefur náð á því móti.

Mótið er mjög sterkt og voru í ár meðal annars landslið frá Rússlandi, Írlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Danmörku, Kína, Ungverjalandi, Belgíu ásamt heimaliðinu frá Spáni.

Afrek Emins komst í fréttirnar hjá evrópuhnefaleikasambandinu, EUBC. Hlekk á fréttina er að finna hér.

#BOXAM2018 #Hnefaleikar #aiba #eubc

  • HNÍ

Norðurlandamótið í Hnefaleikum 2018 verður haldið nú um helgina í Osló, nánar tiltekið á Thon Hotel Oslo Airport, 24.-25. mars. Undankeppni hefst á laugardeginum kl 14:00 og úrslit á sunnudeginum kl 11:00.

Norðurlandamótið samanstendur af keppendum frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi.

Í ár sendir Ísland fjóra keppendur, tvo þjálfara og tvo dómara á mótið. Með í för eru þrír starfsmenn Hnefaleikasambandsins.

Keppendur eru:

  • Ásgrímur Gunnar Egilsson, -69 kg elite karla

  • Jafet Örn Þorsteinsson, -81 kg elite karla

  • Kristján Ingi Kristjánsson, -91 kg elite karla

  • Kristín Sif Björgvinsdóttir, -75 kg elite kvenna

Listi allra keppenda á mótinu er að finna á eftirfarandi slóð: https://boksing.no/2018/03/alle-deltagere-til-nordisk-mesterskap-2018/

Einnig er hægt að fylgjast með streymi af mótinu á vefslóðinni http://www.knockout.no/ eða http://live.knockout.no/nordic-boxing-championship-live-stream/

Með kveðju,

Hnefaleikasamband Íslands

#NM2018 #Hnefaleikar

FRÉTTIR

 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands

Icelandic Boxing Federation

Engjavegur 6  |  104 Reykjavík  |  Iceland

KT. 640806-0950  |  hni@hni.is

  • Facebook Social Icon
  • YouTube Social  Icon
  • Instagram Social Icon