top of page
LOGO.png

FRÉTTIR

Elmar Gauti Halldórsson er hnefaleikamaður ársins 2023. Elmar er 27 ára og kemur frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur/World Class Boxing Academy og hefur stundað hnefaleika frá árinu 2013. Í dag keppir Elmar í -80 og hefur keppt fjölda tugi viðureigna. Árið sem er að líða var sérstaklega viðburðaríkt hjá Elmari. Hann keppti 10 viðureignir og bar sigur úr bítum í 8 af þeim. Þær tvær viðureignir sem að hann tapaði var gegn landsliðsfólki frá Danmörku en Danir þykja einstaklega sterkir í íþróttinni. Elmar vann bikarmótarröðina í sínum flokki bæði á haust- og vorönn. Hann vann Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokki ásamt því að hljóta Bensabikarinn en þann bikar hlýtur sá sem að dómnefnd þykir vera sterkasti keppandinn þvert á flokka. Erlendis gerði Elmar einnig frábæra hluti en þar vann hann til silfurverðlauna í Danmörku á Hillerød þar sem hann vann Norskan landsliðsmann í undanúrslitum. Hann keppti tvívegis á Icebox þar sem hann vann báðar sínar viðureignir og á seinna mótinu var hann valinn Icebox Champion sem að líkt og með Bensabikarinn fer til þess hnefaleikamanns sem að þykir vera bestur á því móti.


Elmar á því framtíðina fyrir sér og ljóst að framlag hans muni koma til með að setja enn meiri svip á íþróttina hér á landi.







Íris Daðadóttir er hnefaleikakona ársins 2023. Íris er 19 ára og kemur frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur/World Class Boxing Academy. Íris byrjaði að stunda hnefaleika árið 2018 og hefur náð góðum árangri, sérstaklega undanfarin tvö ár. Hún barðist 10 bardaga á þessu ári og bar sigur úr bítum í 6 af þeim viðureignum. Hún er Íslandsmeistari í -70kg flokki og bikarmeistari á vorbikarmótinu. Íris fór einnig erlendis þar sem hún gerði gott mót en hún vann til silfurverðlauna á Golden Girl í Svíþjóð. Einnig bar hún sigraði gegn sterkum andstæðing á síðastliðnu Icebox sem var haldið í nóvember á þessu ári.


Þetta er fyrsta ár Írisar þar sem að hún keppir í fullorðinsflokki (Elite) og því er ljóst að hún áframtíð fyrir sér í íþróttinni sem að hún sinnir af kappi.



Stjórn hnefaleikasamband Íslands hefur valið landslið fyrir árið 2024


Landslið fullorðna skipta þá Elmar Gauta Halldórsson úr HR/WBCA, Ísak Guðnason úr HFK/VBC, Hafþór Magnússon HFH og Viktor Zoega úr Bogatýr.


Landslið undir 17 - 19 ára aldri skipa þau Eriku Nótt Einarsdóttir úr HR/WBCA, Sölku Vífilsdóttir úr HR/WBCA, Leó Teitsson úr HR/WBCA, Gabríel Waren úr HR/WBCA, Nóel Freyr Ragnarsson úr HR/WBCA, Eyþór Jóhannsson og Benedikt Gylfa Eiríksson úr HFH.


Landslið undir 17 ára aldri skipar Björn Jónatan Björnsson úr HFK.


Hnefaleikasamband Íslands óskar þessu frábæra hnefaleikafólki til hamingju með landsliðssætin.



HNÍ

Laugardaginn 2. september hélt HNÍ dómaranámskeið í ólympískum hnefaleikum fyrir bæði nýja dómara sem langaði að byrja að dæma í hnefaleikum og eldri sem vildu endurnýja dómararéttindin sín.

Námskeiðið var í tveimur hlutum. Fyrri hluti námskeiðisins var bóklegur sem þeir Lars Brovil og Michael Jensen frá Danmörku stýrðu. Þar var farið yfir allar helstu reglur í ólympískum hnefaleikum.


Síðari hluti námskeiðisins var verklegur og fóru þátttakendur námskeiðsins á bikarmót HNÍ þar sem þeir fengu að sitja hjá reyndum dómurum og prófa að dæma ásamt því að fá endurgjöf frá þeim Lars og Michael.


Það var mjög góð þátttaka á námskeiðinu og viljum við óska nýjum dómurum hjartanlega velkomin.





Heading 1

bottom of page