Elmar Gauti Halldórsson er hnefaleikamaður ársins 2023. Elmar er 27 ára og kemur frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur/World Class Boxing Academy og hefur stundað hnefaleika frá árinu 2013. Í dag keppir Elmar í -80 og hefur keppt fjölda tugi viðureigna. Árið sem er að líða var sérstaklega viðburðaríkt hjá Elmari. Hann keppti 10 viðureignir og bar sigur úr bítum í 8 af þeim. Þær tvær viðureignir sem að hann tapaði var gegn landsliðsfólki frá Danmörku en Danir þykja einstaklega sterkir í íþróttinni. Elmar vann bikarmótarröðina í sínum flokki bæði á haust- og vorönn. Hann vann Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokki ásamt því að hljóta Bensabikarinn en þann bikar hlýtur sá sem að dómnefnd þykir vera sterkasti keppandinn þvert á flokka. Erlendis gerði Elmar einnig frábæra hluti en þar vann hann til silfurverðlauna í Danmörku á Hillerød þar sem hann vann Norskan landsliðsmann í undanúrslitum. Hann keppti tvívegis á Icebox þar sem hann vann báðar sínar viðureignir og á seinna mótinu var hann valinn Icebox Champion sem að líkt og með Bensabikarinn fer til þess hnefaleikamanns sem að þykir vera bestur á því móti.
Elmar á því framtíðina fyrir sér og ljóst að framlag hans muni koma til með að setja enn meiri svip á íþróttina hér á landi.
Íris Daðadóttir er hnefaleikakona ársins 2023. Íris er 19 ára og kemur frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur/World Class Boxing Academy. Íris byrjaði að stunda hnefaleika árið 2018 og hefur náð góðum árangri, sérstaklega undanfarin tvö ár. Hún barðist 10 bardaga á þessu ári og bar sigur úr bítum í 6 af þeim viðureignum. Hún er Íslandsmeistari í -70kg flokki og bikarmeistari á vorbikarmótinu. Íris fór einnig erlendis þar sem hún gerði gott mót en hún vann til silfurverðlauna á Golden Girl í Svíþjóð. Einnig bar hún sigraði gegn sterkum andstæðing á síðastliðnu Icebox sem var haldið í nóvember á þessu ári.
Þetta er fyrsta ár Írisar þar sem að hún keppir í fullorðinsflokki (Elite) og því er ljóst að hún áframtíð fyrir sér í íþróttinni sem að hún sinnir af kappi.