top of page
LOGO.png

FRÉTTIR

Ársþing Hnefaleikasambands Íslands fór fram þriðjudaginn 4 apríl í húsakynnum ÍSÍ að Engjavegi 6 í Reykjavík. Samþykktar voru breytingar á reglugrein 2.2 og einnig breytingar á nýrri gjaldskrá HNÍ sem hefur verið birt á heimasíðu okkar www.hni.is. Ársreikningur og fjárhagsáætlun var samþykkt.


Breytingu á reglugrein 2.2 er eftirfarandi:


Áður:

Þátttökubók sem er í boði fyrir keppendur, er þátttökubók frá AIBA. AIBA þátttökubók geta allir þeir iðkendur fengið sem eru skráðir í félagakerfi ÍSÍ og hafa æft hjá félagi innan vébanda HNÍ í a.m.k. 6 mánuði ásamt því að vera á fimmtánda (15) ári, með a.m.k. þriggja (3) ára samfellda búsetu á Íslandi og uppfylla öll þau skilyrði sem AIBA setur hverju sinni um gjaldgengi á þeirra mótum.


Breyting (ný reglugrein):

Þátttökubók sem er í boði fyrir keppendur, er þátttökubók frá IBA. IBA þátttökubók geta allir þeir iðkendur fengið sem eru skráðir iðkendur og hafa æft hjá félagi innan vébanda HNÍ í a.m.k. 6 mánuði ásamt því að vera á tólfta (12) ári og uppfylla öll þau skilyrði sem IBA setur hverju sinni um gjaldgengi á þeirra mótum.


Ný stjórn var kjörin og er hún eftirfarandi:


Formaður: Jón Lúðvíksson

Varaformaður: Kjartan Valur Guðmundsson

Gjaldkeri: Þórarinn Hjartarson

Ritari: Sævar Ingi Rúnarsson

Meðstjórnandi: Arnór Már Grímsson



Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar var ákveðið að varsla keppnisbóka verði nú á ábyrgð iðkenda og félaga og þarf því að sækja bækur á skrifstofu HNÍ, (milli 16-18 á fimmtudögum) . Árlega þarf að endurnýja keppnisbækur með læknisskoðun og endurnýjun frá HNÍ sem er 4000 kr samkvæmt gjaldskrá. Ef bækur eru ekki í gildi verður þátttaka á mótum ekki samþykkt, því er ábyrgð að fylgjast með gildistíma bóka, nú á herðum iðkenda.



Með kveðju,

Stjórn og framkvæmdastjóri HNÍ.




Síðastliðinn laugardag var annað mót í vor bikarmótaröð HNÍ. Mótið var haldið í húsakynnum Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar. Mikið var af áhorfendum og frábær stemning enda voru 10 gríðarlega spennandi viðureignir. Hér fyrir neðan má svo lesa niðurstöður viðureignanna:


  1. Mikael Hrafn (HR) vs. Ísak Guðnason (HFK) kepptu í -67kg flokki Youth karla. Mikael sigraði 3-0.

  2. Benedikt Gylfi (HFH) vs. Davíð Ísak Filipovic (HFH) kepptu í -81kg flokki Youth karla. Benedikt sigraði 3-0.

  3. Hákon Örn (GFR) vs. Alexander Irving Jr. (GFR) kepptu í -67kg flokki Elite karla. Alexander sigraði 3-0.

  4. Börkur Kristinsson (GFR) vs. Zalmai Jasur (HFK) kepptu í -67kg flokki Elite karla. Zalmai sigraði í fyrstu lotu þar sem að hringdómari stöðvaði viðureignina.

  5. Hafþór Magnússon (HFH) vs. Hilmir Örn Ólafsson (HR) kepptu í -67kg flokki Elite karla. Hafþór Magnússon sigraði 2-1.

  6. Sóley Sara David (Bogatýr) vs. Íris Daðadóttir (HR) kepptu í -70kg flokki Elite kvenna. Íris sigraði 3-0.

  7. Teitur Þór Ólafsson (HR) vs. Sveinn Sigurbjarnarson (ÞÓR) kepptu í -75kg flokki Elite karla. Teitur sigraði 3-0.

  8. Ágúst Davíðsson (ÞÓR) vs. Viktor Bode (HFH) kepptu í +92kg flokki Elite karla. Viktor sigraði 3-0.

  9. Elmar Freyr (ÞÓR) vs. Magnús Kolbjörn (HFK) kepptu í +92kg flokki Elite karla. Elmar Freyr sigraði 3-0.

  10. Rúnar Svavarsson (HFK) vs. Kaloyan Dimitrow (GFR) kepptu í +92kg flokki Elite karla. Rúnar sigraði 3-0.

  • HNÍ






Síðastliðinn laugardag var fyrsta mót í vor bikarmótaröð HNÍ í húsakynnum Hnefaleikafélags Reykjavíkur, WCBA. Þetta var fyrsta mótið í nýja húsnæði HR og var húsið stútfullt af áhorfendum. Glæsilegt mót í alla staði og voru 13 frábærar viðureignir.



1. Viktor Zoega (Bogatýr) hafði 2-1 sigur gegn Gabriel Waren (HR) í fyrstu viðureign í -67kg Youth karla.


2. Davíð Ísak Filipovic hafði 3-0 sigur gegn Benedikt Gylfa Eiríkssyni i í -81kg Youth karla í annarri viðureign mótsins.


3. Í þriðju viðureign hafði Ibrahim Kolbeinn Jónsson (Bogatýr) sigur á RSCH í fyrstu lotu gegn Mikael Sævarssyni (HFK) í -63,5kg Elite karla.


4. Fjórða viðureignin í flokki -67kg Elite karla féll Alexander Irving Jr. (GFR) í vil í mjög spennandi bardaga gegn Zalmai Jasur (HFK), 3-0.


5. Fimmta viðureignin var í flokki -67kg Elite karla og þar vann Hákon Örn Arnórsson (GFR) 2-1 sigur á Börk Kristinssyni (GFR) eftir mjög jafnan bardaga.


6. Hilmir Örn Ólafsson (HR) hafði 3-0 sigur gegn Hafþóri Magnússyni (HFH) í -67kg flokki Elite karla.


7. Þær Íris Daðadóttir (HR) og Sóley Sara David (Bogatýr) kepptu í flokki -70kg Elite kvenna og hafði þar Íris 3-0 sigur eftir æsispennandi bardaga.


8. Í áttundu viðureign hafði Tetur Þór Ólafsson (HR) 3-0 sigur á Sveinn Sigurbjarnarson (ÞÓR) í -75kg flokki Elite karla.


9. Níunda viðureignin var í flokki -80kg flokki Elite karla og þar tók hann Mantas Kirsis (Bogtýr) 2-1 sigur eftir jafnan bardaga gegn honum Khalid Younsi (GFR)


10. Þeir Elmar Gauti Halldórsson (HR) og Þorsteinn Helgi Sigurðarsson (HFH) mættust í tíundu viðureigninni og kepptu í flokki -92kg flokki Elite karla. Hann Elmar Gauti hafði 3-0 sigur eftir tæknilegan og spennandi bardaga.


11. Blazej Galant (GFR) hafði 2-1 gegn Sigurjóni Arnórssyni (HFK) í -92kg flokki Elite karla.


12. Í næst síðustu viðureign mættust þeir Rúnar Svavarsson (HFK) og Elmar Freyr Aðalheiðarsson (ÞÓR) í flokki +92kg flokki Elite karla og hafði hann Elmar 3-0 sigur í þeirri viðureign.


13. Lokaviðureign mótsins var svo á milli Péturs Stanislav Karlssonar (HFH) og Ágústar Davíðssonar(ÞÓR) í flokki +92kg Elite karla og vann Pétur 3-0 sigur á Ágústi.


Heading 1

bottom of page